Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.1976, Blaðsíða 37

Skinfaxi - 01.12.1976, Blaðsíða 37
Minning tveggja ungmennafélaga Guðmundur Kr. Guðmundsson F. 20. júlí 1890. — d. 28. sept. 1976. Guðmundur var fæddur aö Urriða- fossi, Villingarholtshreppi, Árnessýslu. Um fermingaraldur fluttist hann til Reykjavíkur. Hann hreifst snemma af íþróttum og gerðist fljótt eftir stofnun Umf. Reykjavíkur félagi þess. Að tveimur íþróttamannvirkjum vann fé- lagið á fyrstu árum sínum: Skíðabraut norðan Hafnafjarðarvegar í vestur- hlíð Öskjuhlíðar og sundskála við Grímsfjarðarholtsfjörur við Skerja- fjörð. Guðmundur var sá ungmenna- félaga, sem lagði fram hvað mesta þegnskaparvinnu við þessi mannvirki. Hann keppir sem ungmennafélagi i fyrstu sundkeppni hér í Reykjavik, íslandssundinu. Einnig keppti hann í Nýjárssundinu (milli bryggju í Reykjavíkurhöfn á Nýjársdags- morgni), Skjaldarglímu Ármans, ís- landsglímu og þriðja Landsmóti UMFÍ í Reykjavík 1914. Á því móti varð hann stigahæstur. Hann var 1912 einn þeirra glímumanna er sýndu glímu á ólympíuleikunum í Stokkhólmi. Ung- mennafélög í S-Þingeyjarsýslu starf- ræktu að vorlagi 1915 íþróttanámskeið að Breiðamýri og fengu Guðmund, sem þá var fjölhæfasti og glæsilegasti íþróttamaður þjóðarinnar, til þess að vera þar aðalkennara. í 50 ára sögu HSÞ er þáttar Guðmundar Kr. verðug- lega minnst og stjórn HSÞ bauð hon- um til afmælisfagnaðarins. Guðmundur Kr. var einn af höfund- um Glímubókar ÍSÍ, sem út kom 1916. UMFÍ skipulagði ungmennafélögin í upphafi í fjórðungssambönd. Var Guðmundur Kr. Guömundsson. Guðmundur Kr. um árabil í stjórn Fj órðungssambands Sunnlendinga. Við heimsókn Kristjáns X konungs hingað út 1921 var efnt til Konungs- glímu á Þingvöllum og var Guðmundi Kr. dæmdur sigur í þeirri glímu og afhenti konungur honum fagran bik- ar. SKINFAXI 37
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.