Skinfaxi - 01.12.1976, Blaðsíða 19
Þrastaskógur
staður friðsælla skemmtana
Framkvæmdum á landareign UMFÍ
í Þrastaskógi mið'ar fremur hægt, þó
er þar alltaf um einhverja fjárfestingu
að ræða árlega hin síðari ár einkum
varðandi bætta aðstöðu í Þrastalundi.
Árið 1974 var lokið við skúrbyggingu
norðan við skálann, en í henni er við-
bótarhúsrými fyrir starfsfólk, vinnslu-
eldhús og geymsla. í fyrravor var
byggður myndarlegur útiveitingapall-
ur framan við Þrastalund og geymslu-
skúr að norðan fyrir söluvarning. Þá
hafa núverandi leigutakar Þrasta-
lundar, þeir Trausti Víglundsson, og
Þórarinn Stefánsson, stöðugt verið að
bæta aðstöðuna innanhúss og auka við
tækjakost í sambandi við framreiðslu
og veitingasölu.
Framkvæmdastjórn UMFÍ hefur nú
gert fimm ára leigusamning við þá
félaga, sem endurskoðast árlega varð-
andi leiguupphæð. í þeim samningi
er einnig gert ráð fyrir því að þeir
hafi á leigu veiðirétt í Sogi fyrir landi
Þrastaskógar. Þeir Trausti og Þórar-
inn, sem báðir eru reyndir veitinga-
menn og íyrirgreiðsiuaðilar varðandi
ferðamannaþjónustu, hafa getið sér
gott orð með starfsemi sinni í Þrasta-
lundi, og er staðurinn nú orðinn einn
vinsælasti áningarstaður ferðafólks á
Suðurlandi. Þeir félagar hafa bryddað
upp á ýmsum nýjungum 1 Þrastalundi
og eru með aðrar á undirbúningsstigi;
allt slíkt er gert í samráði við fram-
kvæmdastjóm UMFÍ. Þannig er
Þrastalundur nú orðinn eftirsóttur
sýningarstaður fyrir myndlistarmenn,
og var þar fjöldi sýninga í allt sumar,
þá hafa þeir unnið að athugun á þvi
að koma þar upp sýningum utanhúss,
en hin slæma veðrátta í allt sumar
kom í veg fyrir að hægt væri að koma
því í framkvæmd.
Önnur starfsemi í Þrastaskógi var
með meira móti í sumar, þrátt fyrir
takmarkaða aðstöðu og erfitt tíðarfar.
Snemma vors fékk skátafélagið Foss-
búar á Selfossi leyfi til útileguæfinga
í skóginum, sem voru liður í prófi
félagsmanna. Þeir fengu og til afnota
sumarbústað UMFÍ í skóginum. Fyrir
Bílar og fólk streyma í Þrastaskóg á landsmót
AA-samtakanna.
SKiNFAXI
19