Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.1976, Blaðsíða 15

Skinfaxi - 01.12.1976, Blaðsíða 15
Upp úr öldudalnum Rætt við Gest Þorsteinsson formann UMSS Gestur Þorsteinsson á Sauðárkróki, gamalkunnur íþróttamaður, var s.l. vor kosinn formaður Ungmennasam- bands Skagafjarðar. Skinfaxi hitti Gest að máli í október og spurði hann um félagsstarfið í Skagafirði. — Það hefur verið dauft undanfar- in ár, en það er unnið skipulega að því núna að blása lifi i starfsemina. Ráð- inn hefur verið maður í starf æsku- lýðsfulltrúa Sauðárkróks, og er hann Sigurlína Gísla- dóttir er ein af snjöllustu frjáls- íþróttastúlkum landsins. Hér er hún í keppni í hástökki á hér- aðsmóti UMSS. að hálfu starfsmaður bæjarfélagsins en að hálfu starfsmaður UMSS og Umf. Tindastóls á Sauðárkróki. Til starfans var ráðinn Guðmundur Gunnarsson, en hann hefur starfað í ungtemplarahreyfingunni og er vanur félagsmálamaður. Þó að UMSS eigi að- eins fjórðung i þessum starfsmanni, hefur þegar komið i ljós árangur af starfi hans. Hann hefur heimsótt ung- mennafélögin i héraðinu og haldið fundi með forystumönnum þeirra. Um miðjan október var svo í framhaldi af því haldinn formannafundur hjá UMSS þar sem formenn ungmenna- félaganna og stjórn UMSS þingaði um starfið ásamt starfsmanninum. — Hvað verður það helsta i endur- vakningarstarfinu á næstunni? — Áformað er að halda félagsmála- námskeið á mörgum stöðum í vetur. Þá ætlum við að hleypa af stokkunum skemmtunum með spurningakeppn- inni „sveitastjórnirnar keppa“. Og svo verður reynt að glæða íþróttalífið og hvers konar félagsstarfsemi líka. SKINFAXI 15
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.