Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.12.1976, Page 15

Skinfaxi - 01.12.1976, Page 15
Upp úr öldudalnum Rætt við Gest Þorsteinsson formann UMSS Gestur Þorsteinsson á Sauðárkróki, gamalkunnur íþróttamaður, var s.l. vor kosinn formaður Ungmennasam- bands Skagafjarðar. Skinfaxi hitti Gest að máli í október og spurði hann um félagsstarfið í Skagafirði. — Það hefur verið dauft undanfar- in ár, en það er unnið skipulega að því núna að blása lifi i starfsemina. Ráð- inn hefur verið maður í starf æsku- lýðsfulltrúa Sauðárkróks, og er hann Sigurlína Gísla- dóttir er ein af snjöllustu frjáls- íþróttastúlkum landsins. Hér er hún í keppni í hástökki á hér- aðsmóti UMSS. að hálfu starfsmaður bæjarfélagsins en að hálfu starfsmaður UMSS og Umf. Tindastóls á Sauðárkróki. Til starfans var ráðinn Guðmundur Gunnarsson, en hann hefur starfað í ungtemplarahreyfingunni og er vanur félagsmálamaður. Þó að UMSS eigi að- eins fjórðung i þessum starfsmanni, hefur þegar komið i ljós árangur af starfi hans. Hann hefur heimsótt ung- mennafélögin i héraðinu og haldið fundi með forystumönnum þeirra. Um miðjan október var svo í framhaldi af því haldinn formannafundur hjá UMSS þar sem formenn ungmenna- félaganna og stjórn UMSS þingaði um starfið ásamt starfsmanninum. — Hvað verður það helsta i endur- vakningarstarfinu á næstunni? — Áformað er að halda félagsmála- námskeið á mörgum stöðum í vetur. Þá ætlum við að hleypa af stokkunum skemmtunum með spurningakeppn- inni „sveitastjórnirnar keppa“. Og svo verður reynt að glæða íþróttalífið og hvers konar félagsstarfsemi líka. SKINFAXI 15

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.