Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.1976, Blaðsíða 32

Skinfaxi - 01.12.1976, Blaðsíða 32
Hafsteinn Þorvaldsson, form. UMFÍ: Ungmennafélögin í í nútíma þjóðfélagi Hafsteinn Þorvaldsson, form. UMFÍ, var heiðursgestur á sumarhátið UMSB að Húsafelli um verzlunar- mannahelgina í sumar. Flutti hann þá hátíðarræðu þá sem hér fer á eftir. Góðir samkomugestir------—- . Ég vil byrja á því að þakka UMSB þá viðurkenningu sem það sýnir UMFÍ með því að bjóða mér fyrir hönd forustu- manna heildarsamtakanna að koma hér fram sem heiðursgestur á þessari mynd- arlegu Húsafellshátíð ■— 1976. Þessa dagana er að Ijúka framkvæmd Olympíuleikanna', en þeir hafa sem kunn- ugt er farið fram í Montreal í Kanada. Þar hafa svo sannarlega skipst á skin og skúrir, töp og sigrar, ekki einungis i röð- um íþróttafólksins heldur og miklu frem- ur varðandi undirbúning leikanna og framkvæmd. Óttast menn það að mótmælin og at- burirnir í Montreal kunni að draga dilk á eftir sér og það jafnvel svo, að sú göfuga hugsjón sem að baki liggur þessari alls- herjarhátíð íþróttaafreksmanna af gjör- valli heimsbyggðinni riði til falls. Til- gangur atburðanna er af sumum talinn helga meðalið, og í heimi vaxandi of- beldishneigðar og hryðjuverka verða allar hugsjónir fótum troðnar og léttvægar fundnar. Það er hlaupinn ofvöxtur í allt sem við- kemur framkvæmd og undirbúningi leik- anna, og því aðeins fáum stórveldum kleift að sjá um framkvæmd þeirra. Sem betur fer tekst íþróttafólkinu þó enn að halda í heiðri samhjálpinni og sam- gleðinni þrátt fyrir harða keppni, og eftir hverja Olympíuleika verður heimssagan alltaf kapítulanum ríkari, sem greinir frá því óvænta í leik og starfi. Ég hygg að alþjóðleg íþróttahreyfing standi nú að loknum þessum Olympiu- leikum í Montreal á merkum tímamótum í margvíslegum skilningi, og þar er ís- lensk íþróttahreyfing ekki undanskilin. Allir íslenskir íþróttaunnendur og áhuga- menn bíða og spyrja: hvaða lærdóm koma forustumenn íslenskra íþróttamála með heim frá Montreal? Að sjálfsögðu verða þeir reynslunni ríkari, ekki síður en íþróttafólkið okkar. Og við skulum vona að eftirleiknum verði hagað með hliðsjón af þessari reynslu í framtíðinni, og forustumenn- irnir og íþróttafólkið fái verðugan stuðn- ing til þess að geta uppfyllt óskir landa sinna um betri frammistöðu næst. Eins og málin standa hjá okkur í dag, er ekki óeðlilegt að menn spyrji: eru ekki ýmis nærtækari verkefni fyrir okkur að huga að en senda tiltölulega fjölmennt lið lítt- undirbúinna íþróttamanna til þessarar 32 SKINFAXi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.