Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.1976, Blaðsíða 22

Skinfaxi - 01.12.1976, Blaðsíða 22
Undirritaður vill lýsa ánægju sinni yfir þessari starfsemi sem fram fór í Þrastaskógi s.l. sumar, og sérstaklega óska A.A.-samtökunum til hamingju með vel skipulagt og vel heppnað landsmót. Ýmsar mjög aðkallandi fram- kvæmdir eru framundan hjá stjórn UMFÍ í Þrastaskógi. Má þar nefna öflun neysluvatns, byggingu full- komnari hreinlætis- og snyrtiaðstöðu í Þrastalundi o. m. fl. Um árabil hafði UMFÍ sérstaka fjár- veitingu á fjárlögum ríkisins vegna ræktunarstarfa í Þrastaskógi, en hún var tekin af fyrir nokkrum árum og hefur ekki fengist aftur inn á fjár- lög þrátt fyrir síendurteknar umsóknir stjórnar UMFÍ. Það horfir því fremur þunglega um verulegar framkvæmdir í Þrastaskógi á næstu árum nema úr rætist. Eina framkvæmdafé UMFÍ til mannvirkjagerðar og viðhalds í Þrastaskógi eru leigutekjur af eignum UMFÍ þar á staðnum, sem jafnframt hafa orðið að standa undir afborgun- um af lánum frá fyrri tíð vegna bygg- ingar á Þrastalundi. H.Þ. Blaðaútgáfa Ungmennafélaganna Skinfaxa hefur borist blaðið Nýr geisli en það er félagsblað Umf. Stafholts- tungna, 22 síður fjölritaðar með kápu og prýtt mörgum myndum. Blaðið er fjöl- breytt að efni og snyrtilegt að frágangi. Þá hefur Skinfaxa einnig borist 1. Fréttabréf Ungmennasambands Skaga- fjarðar, sem er fjölritað með teikningum i léttum dúr. Fréttabréfið er nýjung hjá UMSS með upplýsingum, fréttum og hvatningum. Bæði þessi rit eru vottur um góða og vakandi félagsstarfsemi innan hreyfing- arinnar. Minjapeningar Slátta minjapenínga virðist sífellt verða vin- sælli, enda eru þeir gjarnan veglegir og dýr- mætir minjagripir. A.m.k. tvö héraðssambönd hafa látið slá slíka gripi: UMSK og HSÞ. í ráði mun vera að_ láta slá slíkan grip á sjö- tugsafmæli UMFÍ, og er það vel til fundið. Hér að neðan má sjá útlit tveggja af fjöl- mörgum minjapcningum sem slegnir voru í tilefni Ólympíuleikjanna í sumar. 22 SKINFAXI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.