Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.12.1976, Page 22

Skinfaxi - 01.12.1976, Page 22
Undirritaður vill lýsa ánægju sinni yfir þessari starfsemi sem fram fór í Þrastaskógi s.l. sumar, og sérstaklega óska A.A.-samtökunum til hamingju með vel skipulagt og vel heppnað landsmót. Ýmsar mjög aðkallandi fram- kvæmdir eru framundan hjá stjórn UMFÍ í Þrastaskógi. Má þar nefna öflun neysluvatns, byggingu full- komnari hreinlætis- og snyrtiaðstöðu í Þrastalundi o. m. fl. Um árabil hafði UMFÍ sérstaka fjár- veitingu á fjárlögum ríkisins vegna ræktunarstarfa í Þrastaskógi, en hún var tekin af fyrir nokkrum árum og hefur ekki fengist aftur inn á fjár- lög þrátt fyrir síendurteknar umsóknir stjórnar UMFÍ. Það horfir því fremur þunglega um verulegar framkvæmdir í Þrastaskógi á næstu árum nema úr rætist. Eina framkvæmdafé UMFÍ til mannvirkjagerðar og viðhalds í Þrastaskógi eru leigutekjur af eignum UMFÍ þar á staðnum, sem jafnframt hafa orðið að standa undir afborgun- um af lánum frá fyrri tíð vegna bygg- ingar á Þrastalundi. H.Þ. Blaðaútgáfa Ungmennafélaganna Skinfaxa hefur borist blaðið Nýr geisli en það er félagsblað Umf. Stafholts- tungna, 22 síður fjölritaðar með kápu og prýtt mörgum myndum. Blaðið er fjöl- breytt að efni og snyrtilegt að frágangi. Þá hefur Skinfaxa einnig borist 1. Fréttabréf Ungmennasambands Skaga- fjarðar, sem er fjölritað með teikningum i léttum dúr. Fréttabréfið er nýjung hjá UMSS með upplýsingum, fréttum og hvatningum. Bæði þessi rit eru vottur um góða og vakandi félagsstarfsemi innan hreyfing- arinnar. Minjapeningar Slátta minjapenínga virðist sífellt verða vin- sælli, enda eru þeir gjarnan veglegir og dýr- mætir minjagripir. A.m.k. tvö héraðssambönd hafa látið slá slíka gripi: UMSK og HSÞ. í ráði mun vera að_ láta slá slíkan grip á sjö- tugsafmæli UMFÍ, og er það vel til fundið. Hér að neðan má sjá útlit tveggja af fjöl- mörgum minjapcningum sem slegnir voru í tilefni Ólympíuleikjanna í sumar. 22 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.