Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.12.1976, Page 31

Skinfaxi - 01.12.1976, Page 31
jók á sigurtilfinningu okkar var það, að Wiklund reyndist óvígur eftir viður- eignina við Sigurjón, er hann átti að glíma í næsta skifti, en Pinnum leizt ekki á blikuna, er þeirra bezti maður var frá genginn. Næsta dag var ekki glímt i flokki S., en þann 11. júlí hófst bardaginn á ný. Það var fyrri lokaglíman („semifinal- en“). Nú átti að glíma unz einir 3 stæðu eftir, er að eins einu sinni eða aldrei höfðu beðið ósigur. Kl. 10,50 f. h. var Sigurjóni skipað á móti Ungverja nokkrum, Belavarga að nafni, er eins stóð á fyrir og S., að að eins einu sinni hafði beðið ósigur, og það einmitt fyrir Oscar Wiklund, en munurinn varð sá, að Belavarga hafði fallið fyrir W., og það eftir miklu skemmri tíma, 42 mín. Við vorum því allir vongóðir, en hætt er við að S. hafi verið fullöruggur, því þegar virtist okkur hann fara ærið óvarlega í sviftingunum og sækja brögðin of langt, en Ungverjinn vissi, hverju hann átti að verjast. Við viss- um heldur eigi fyrri til en að S. kast- aðist út frá honum, var auðsjáanlega hrundið í lok mishepnaðs bragðs. Velt- ist þá S. einhvern veginn á bakið, um leið og hann spratt sem elding á fætur, til þess að rjúka á mótstöðumann sinn að nýju, en dómarinn taldi hann hafa komið við með herðarnar, og glím- unni væri því lokið. Sigurjón var því miður úr sögunni, en það af helberri óheppni, að falla þannig óþreyttur, fyrir manni sem ekki aðeins fyrir einum, heldur tveimum, hafði staðið sig ver en Sig- urjón. Hann hafði sem sé einnig glímt við Ágúst Rajala, — þann er Sigurjón feldi á tveimur mín., — og sigraði hann loks á stigafjölda (points), eftir langa viðureign. Eins mátti telja það fádæma óhepni, að fá fjóra Finna í röð, en þeir fengu langflest verðlaun í grisku glimunni, þessvegna vorum við ekki sem ánægðastir með þessi leikslok, þótt Sigurjón þegar hefði gert landi voru svo mikinn sóma, og vakið svo mikla eftirtekt, að við gát- um verið stoltir af. Þessi Belavarga hlaut þriðj u verðlaun, og glímdi í tvær klukkustundir við Svíhann Ahlgren, er hlaut önnur verðlaun ásamt Finn- anum Böling, en fyrstu verðlaun voru ekki veitt. Af því hefði mátt ráða að Sigurjón hefði getað orðið þeim erfið- ur, ef hann hefði getað lagt Ungverj- ann Belavarga. Böling var ekki talinn jafningi Wiklunds. SKINFAXI 31

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.