Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.1976, Blaðsíða 19

Skinfaxi - 01.12.1976, Blaðsíða 19
Þrastaskógur staður friðsælla skemmtana Framkvæmdum á landareign UMFÍ í Þrastaskógi mið'ar fremur hægt, þó er þar alltaf um einhverja fjárfestingu að ræða árlega hin síðari ár einkum varðandi bætta aðstöðu í Þrastalundi. Árið 1974 var lokið við skúrbyggingu norðan við skálann, en í henni er við- bótarhúsrými fyrir starfsfólk, vinnslu- eldhús og geymsla. í fyrravor var byggður myndarlegur útiveitingapall- ur framan við Þrastalund og geymslu- skúr að norðan fyrir söluvarning. Þá hafa núverandi leigutakar Þrasta- lundar, þeir Trausti Víglundsson, og Þórarinn Stefánsson, stöðugt verið að bæta aðstöðuna innanhúss og auka við tækjakost í sambandi við framreiðslu og veitingasölu. Framkvæmdastjórn UMFÍ hefur nú gert fimm ára leigusamning við þá félaga, sem endurskoðast árlega varð- andi leiguupphæð. í þeim samningi er einnig gert ráð fyrir því að þeir hafi á leigu veiðirétt í Sogi fyrir landi Þrastaskógar. Þeir Trausti og Þórar- inn, sem báðir eru reyndir veitinga- menn og íyrirgreiðsiuaðilar varðandi ferðamannaþjónustu, hafa getið sér gott orð með starfsemi sinni í Þrasta- lundi, og er staðurinn nú orðinn einn vinsælasti áningarstaður ferðafólks á Suðurlandi. Þeir félagar hafa bryddað upp á ýmsum nýjungum 1 Þrastalundi og eru með aðrar á undirbúningsstigi; allt slíkt er gert í samráði við fram- kvæmdastjóm UMFÍ. Þannig er Þrastalundur nú orðinn eftirsóttur sýningarstaður fyrir myndlistarmenn, og var þar fjöldi sýninga í allt sumar, þá hafa þeir unnið að athugun á þvi að koma þar upp sýningum utanhúss, en hin slæma veðrátta í allt sumar kom í veg fyrir að hægt væri að koma því í framkvæmd. Önnur starfsemi í Þrastaskógi var með meira móti í sumar, þrátt fyrir takmarkaða aðstöðu og erfitt tíðarfar. Snemma vors fékk skátafélagið Foss- búar á Selfossi leyfi til útileguæfinga í skóginum, sem voru liður í prófi félagsmanna. Þeir fengu og til afnota sumarbústað UMFÍ í skóginum. Fyrir Bílar og fólk streyma í Þrastaskóg á landsmót AA-samtakanna. SKiNFAXI 19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.