Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.12.1976, Qupperneq 37

Skinfaxi - 01.12.1976, Qupperneq 37
Minning tveggja ungmennafélaga Guðmundur Kr. Guðmundsson F. 20. júlí 1890. — d. 28. sept. 1976. Guðmundur var fæddur aö Urriða- fossi, Villingarholtshreppi, Árnessýslu. Um fermingaraldur fluttist hann til Reykjavíkur. Hann hreifst snemma af íþróttum og gerðist fljótt eftir stofnun Umf. Reykjavíkur félagi þess. Að tveimur íþróttamannvirkjum vann fé- lagið á fyrstu árum sínum: Skíðabraut norðan Hafnafjarðarvegar í vestur- hlíð Öskjuhlíðar og sundskála við Grímsfjarðarholtsfjörur við Skerja- fjörð. Guðmundur var sá ungmenna- félaga, sem lagði fram hvað mesta þegnskaparvinnu við þessi mannvirki. Hann keppir sem ungmennafélagi i fyrstu sundkeppni hér í Reykjavik, íslandssundinu. Einnig keppti hann í Nýjárssundinu (milli bryggju í Reykjavíkurhöfn á Nýjársdags- morgni), Skjaldarglímu Ármans, ís- landsglímu og þriðja Landsmóti UMFÍ í Reykjavík 1914. Á því móti varð hann stigahæstur. Hann var 1912 einn þeirra glímumanna er sýndu glímu á ólympíuleikunum í Stokkhólmi. Ung- mennafélög í S-Þingeyjarsýslu starf- ræktu að vorlagi 1915 íþróttanámskeið að Breiðamýri og fengu Guðmund, sem þá var fjölhæfasti og glæsilegasti íþróttamaður þjóðarinnar, til þess að vera þar aðalkennara. í 50 ára sögu HSÞ er þáttar Guðmundar Kr. verðug- lega minnst og stjórn HSÞ bauð hon- um til afmælisfagnaðarins. Guðmundur Kr. var einn af höfund- um Glímubókar ÍSÍ, sem út kom 1916. UMFÍ skipulagði ungmennafélögin í upphafi í fjórðungssambönd. Var Guðmundur Kr. Guömundsson. Guðmundur Kr. um árabil í stjórn Fj órðungssambands Sunnlendinga. Við heimsókn Kristjáns X konungs hingað út 1921 var efnt til Konungs- glímu á Þingvöllum og var Guðmundi Kr. dæmdur sigur í þeirri glímu og afhenti konungur honum fagran bik- ar. SKINFAXI 37

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.