Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.04.1979, Page 3

Skinfaxi - 01.04.1979, Page 3
SKINFAXI Tímarit Ungmennafélags íslands — LXX árgangur —2. hefti 1979 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Gunnar Kristjánsson. — Út koma 6 hefti á ári. „Hvaö get ég gertfyrir félagiö?” Skinfaxi hefur tekið sér það bessaleyfi að birta hér, formálsorð þau sem rituð eru í ársskýrslu UMSB þar sem telja má að þau eigi víðar við. Formálsorð þessi ritar Eiríkur Jónsson fyrrverandi sambandsstjóri UMSB. gk. Við áramót er oft staldrað við og horft til baka. Reynt er að meta störf liðins árs og um leið reynt að gera sér grein fyrir því sem framundan er. Þegar litið er yfir síðasta starfsár UMSB kemur í ljós að allmikið starf hefur verið leyst af hendi en jafnframt er margt ógert. Það sem ég held að fyrst og fremst sé að í starfi UMSB er það að starfið er of ein- hæft, því eins og skýrsla þessi ber með sér tengist allt starfið meira og minna íþróttum. Ekki má skilja orð mín svo að ég telji íþróttunum gert of hátt undir höfði heldur hitt að e8 tel það skaðlegt með tilliti til framtíðarinnar ef félagslegi þátturinn gleymist. Ég held að sú deyfð og það áhugaleysi sem virðist almennt ríkjandi gagnvart almennri félags- málafræðslu eigi eftir að koma sambandsfélögunum og sambandinu sjálfu í koll á þann hátt að erfiðara reynist með ári hverju og fá menn til forystuhlutverka. Ég álít næsta öruggt að öflug fræðslustarfsemi skili sér í öflugu starfi. Það er ánægjulegt, nú á tímum verðbólgu og peningaæðis, hve margir eru enn fúsir uð gefa bæði tíma og fé til reksturs sambandsins, en það er líka ljóst að án þessarar fórnfýsi yrði starfsemi sambandsins hvorki fugl né fiskur. Til þess að heilbrigt og öflugt starf geti þróast innan einstakra félaga á okkar sam- bandssvæði er mikilvægt að hver félagi sé tilbúinn að leggja nokkuð að mörkum til starfsins og að menn hugsi frekar sem svo: „Hvað get ég gert fyrir félagið”, en ekki .,Hvað getur félagið gert fyrir mig”. Ef slíkur hugsanaháttur yrði ríkjandi gæti UMSB og reyndar ungmennafélagshreyfingin í heild litið björtum augum til framtíðarinnar. Eirikur Jónsson. SKIIMFAXI 3

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.