Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.04.1979, Page 10

Skinfaxi - 01.04.1979, Page 10
Pálmi Frímannsson: íþróttameiðsli Eitt meginmarkmið íþrótta er að bæta heilsufar þeirra sem stunda þær. Allt gott getur haft sínar neikvæðu hliðar líka, og það er sorgleg staðreynd, að slys við íþróttaiðkun eru alltíð og hafa oft leitt til verulegra örkumla. Það er skylda þjálfara og íþróttamannanna sjálfra að halda þessum slysum í lágmarki og draga úr slæmum afleiðingum þeirra eftir föngum. í þessari grein verður þó lítið fjallað um fyrirbyggjandi aðgerðir í einstökum íþróttagreinum. Ég mun heldur ekki ræða mikið um þau meiðsl sem krefjast ná- kvæmrar meðferðar sérfræðinga í læknis- fræði, svo sem beinbrot, liðhlaup eða slit á stærri liðaböndum. Greinin fjallar fyrst og fremst um slys á mjúkvefjum, sem oft eru svo lítil að fólk leitar ekki læknis vegna þeirra. Þessi meiðsl eru ekki endi- lega bundin íþróttaiðkun heldur algeng við hverskonar vinnu og í öllu daglegu lífi. Meðhöndlunin miðar í öllum til- fellum að því að hinn slasaði nái fullum bata á sem skemmstum tíma og geti byrj- að einhverjar æfingar eða vinnu sem fyrst. UM SJÚKRAÞJÁLFUN FYRR OG NÚ í fyrri tíð þótti það góð og gild meðferð við ýmsum sjúkdómum og meiðslum að leggja sjúklinginn í rúmið í tiltekinn tíma. Nú heyrir slíkt fremur til undantekninga, en hreyfingu og æfingum er beitt i æ rík- ara mæli sem meðferð. Hefur það gefið mjög góða raun. íþróttafólki hefur ekki alltaf þótt gott að leita til lækna með meiðsli sín. Þeir ráðleggja gjaman algera hvíld frá æfing- um og keppni, en þetta leiðir til þess að þolið minnkar verulega í langan tíma og það kostar mikla vinnu að ná því upp á nýjan leik. íslenskir læknar hafa í námi sínu í læknadeild lítið lært um sjúkra- þjálfun, og því er þess naumast að vænta, að þeir geti sjálfir gefið meiddu íþrótta- fólki ítarlegar leiðbeiningar um slíkt. Stétt sjúkraþjálfara er hinsvegar fámenn í land- inu og annar hvergi öllum þeim verk- efnum sem fyrir hendi eru. Það er því rétt, að erfitt er fyrir íþróttafólk að fá góða þjónustu á meiðslum sínum án þess að missa niður getuna um leið í lengri tíma. Því miður er það heldur ekki alltaf hægt við bestu aðstæður. Rétt er að taka fram, að sjúkraþjálfarar einir munu ekki geta annast meiðsl íþróttafólks eða annarra. Sjúkdómsgrein- ing þarf að liggja fyrir, og í flestum tilfell- um þarf því læknir að skoða hinn slasaða og leggja á ráðin um hverskonar meðferð eigi að beita. Skurðaðgerð kemur oft til 10 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.