Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.04.1979, Page 12

Skinfaxi - 01.04.1979, Page 12
er til kælivökvi í þrýstibrúsum, en notkun hans er vandasamari þar sem hann getur valdið kali á húð við ógætilega meðferð. Knattspyrnuþjálfarar hafa notað þennan kælivökva talsvert, en ekki alltaf skyn- samlega. Kælingin deyfir sársaukann og eftir að henni hefur verið beitt er hinn meiddi leikmaður sendur beint inn á völl- inn aftur. Þetta er í æpandi mótsögn við alla skynsemi og algerlega forkastanlegt, þar sem þetta mun óhjákvæmilega auka- meiðslin og getur jafnvel valdið varan- legum örkumlum. Rétt er að halda kælingu áfram i a.m.k. hálfa klukkustund, lengri tími gerir þó enn meira gagn. Það eina sem þarf að var- ast er að valda kalskemmdum á húðinni. Annars gerir kælingin aldrei skaða, jafn- vel ekki þótt um sé að ræða alvarlegri skaða svo sem beinbrot eða slit á liðbönd- um. Svona kælingu á að nota við skyndi- meðferð á brunasárum, en þar hefur hún einnig þau áhrif að draga úr bólgu og minnka vefjaskemmdir. 2. Þrýstiumbúðir. Besta meðferð við blæðingu úr opnu sári er að þrýsta hreinum klút i sárið. Við blæðingu inn í vefi skapar húðin þennan þrýsting þegar talsvert hefur blætt. Mark- miðið með þrýstiumbúðum er að mynda svona þrýsting strax í upphafí, en bíða ekki eftir því að blæðingin stöðvist af sjálfu sér. Best er að nota teygjubindi til að þrýsta á svona blæðingu. Þá er enn betra að leggja púða t.d. úr svampi undir bindið yfir blæðingarstaðnum. Raunar er best að byrja á því að setja isbakstur undir bind- ið. Annars þarf oftast ekki þrýstiumbúðir á meðan meiðslið er kælt. Sé hinsvegar um að ræða mar eða tognun djúpt í vöðva er réttara að leggja þrýstiumbúðir strax en sleppa kælingunni, þar sem kælingin nær ekki mjög djúpt inn í vefina. Ekki má reyra teygjubindið svo fast að það stöðvi blóðrás í útlimum. Þrýstiumbúðirnar á að hafa á í 2 sólarhringa hið minnsta. 3. Hvíld. Við áreynslu örvast hjartsláttur og blóð- rás og blóðþrýstingur eykst. Háræðar víkka, líkaminn hitnar upp og hreyfing einhvers líkamshluta eykur sérstaklega blóðrásina þar. Allt þetta hefur slæm áhrif á blæðingu og eykur hana. Mikil- vægt er þvi að takmarka áreynslu og hreyfingu eftir megni í einn til tvo sólar- hringa eftir slysið, og þá sérstaklega fyrstu klukkustundirnar. Sé tognunin um ökklalið á að sitja með meidda fótinn uppi á stól, en ekki láta hann hanga, því mikilvægt er að blóð geti runnið greiðlega burt frá meiðslinu. Sá tími sem kann að virðast tapast við svona hvíld vinnst upp aftur margfaldlega með styttri endurhæf- ingartíma. 4. Lyfjameðferð. Það er umdeild hvort lyfjameðferð komi að nokkru gagni við tognun. Þó eru bólgueyðandi lyf talin gagnleg ef þau eru gefin strax eftir slysið. í eftirmeðferð hafa þau litla sem enga þýðingu. Aspirín (magnyl o.fl.) er eitt af þessum lyfjum, en önnur sem aðeins fást gegn lyfseðli frá lækni eru indomethacin, naproxen og ibu- profen. Fenýlbútasón og oxýfenýlbútasón eru líka mjög virk, en þar sem alvarlegir fylgikvillar þeirra eru mun algengari en hjá hinum lyfjunum er ekki hægt að mæla með þeim í tilfellum sem þessum. Öll þessi lyf geta valdið magasári og fleiri kvillum og verður því alltaf að nota þau með mikilli gát. Frh. í næsta blaði. 12 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.