Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.04.1979, Page 13

Skinfaxi - 01.04.1979, Page 13
SKINFAXI fyrr og nú Nú á 70 ára afmæli Skinfaxa er vel við hæfi að opnaðar séu umræður um efnisval hans. Það er staðreynd að magn prentaðs máis í umferð hefur aldrei verið meira en í dag og ógerningur fyrir venjulegan mann að komast yfir að lesa nema brot af því. Hinn venjulegi maður verður því að velja og hafna eftir því sem áhugi hans segir til um hverju sinni. Því er ekki að leyna að frammi fyrir þessum vanda stendur Skinfaxi í dag. Hvaða efni á hann að flytja lesendum sínum? Verður þar ekki að taka tillit til áhuga- sviðs ungmennafélagsins og hvernig er það hægt? Góðir lesendur, leggið orð í belg um þetta málefni en fyrstur hefur beðið um orðið Sigurjón Bjarnason framkvæmdastjóri UÍA. Síðan ég fyrst hóf afskipti af málefnum ung- mennafélaga, hef ég fengið sendan Skinfaxa, mál- gagn ungmennahreyfingarinnar. Ég hef lesið blað þetta af nokkurri kostgæfni, enda málefni og saga hreyfíngarinnar mér nokkuð hugleikin. Svo var það fyrir einu ári, að mér barst í hendur bunki af Skinfaxa frá miðjum 5. áratugnum (1944— 1948). Þessi gulnuðu blöð las ég með sýnu meiri áfergju, en þau sem áttu að heita ný af nálinni og segj a frá samtíðinni. Á flestum eða öllum þingum UMFÍ, sem ég hefi setið, hefur eitt af aðalmálum verið útbreiðsla Skin- faxa. Sjálfur hef ég verið nokkuð virkur í þessari út- breiðslustarfsemi, en fengið misjafnar undirtektir. Menn fletta jú kynningarblöðum, sem látin eru 'iggja frammi við ýmis tækifæri, leita að einhverju sem þeir hafa áhuga á, en fæstir finna neitt sem höfðar til þeirra. Hvers vegna? Hvað sjá menn, þegar þeir fletta Skinfaxa i fyrsta sinn? Jú, fréttir af störfum héraðssambanda og ung- mennafélaga, úrslit úr mótum, sem haldin eru innan hreyfingarinnar, skýrslur um einstakar framkvæmd- h á vegum UMFÍ, húsbyggingu, Þrastaskóg, lands- mót, ferðir til útlanda o.s.frv. Og hvers vegna ættu menn ekki að gleypa þetta í sig? Þetta er jú allt mikils vert, og menn finna varla hóðleik um þetta annars staðar. En þar stendur nú einmitt hnífurinn í kúnni. Taki maður til við að leita frétta úr ungmennahreyfing- unni í öðrum fjölmiðlum, verður maður ekki mikUs vísari. Þar ríkir þögnin ein um þessi þjóðlegu, rót- grónu, virðulegu en síungu menningarsamtök. Einstaka ungmennafélags er þó getið, oftast af hreinni tilviljun endrum og eins. Ég held að þessi djúpa þögn sé ein orsökin að von- brigðum manna, þegar þeir fletta Skinfaxa í fyrsta sinn, en ekki sú helsta. Aðalorsökin er tómleiki blaðsins fyrir umhverfmu, þjóðfélaginu sem hreyf- ingin starfar í, jafnvel áhugaleysi fyrir einstakling- unum, sem starfa innan félaganna. Það verður að SKINFAXI 13

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.