Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1979, Síða 22

Skinfaxi - 01.04.1979, Síða 22
Núverandi formaður félagsins er Helgi Stefáns- son, Vorsabæ II. Umf. Hekla hélt upp á afmæli sitt í Hellubíói og hófst veislan með kafftdrykkju. Á borðum hjá Heklumönnum var þriggja hæða afmælisterta, girnileg á að líta og enn betri á bragðið. Meðal skemmtikrafta var visna- þáttur sem tveir miðaldra menn tóku þátt í undir öruggri stjórn Sigurðar Óskarssonar. Mjög góður rómur var gerður að vísnaþættinum og margar snjallar stökur heyrðust í Hellubíói þetta kvöld. Núverandi formaður félagsins er Páll G. Björns- son, Hellu. Umf. Ingólfur í Holtahreppi hélt upp á 70 ára afmæli sitt að Laugalandi. For- maður félagsins setti afmælishófið og stjómaði því. Afmælishóf þetta fór fram með mjög svo hefð- bundnum hætti. Almennur söngur, leikþáttur en auk þess flutti Benedikt í Nefsholti, einn af stofn- endur félagsins, endurminningar sínar. Um kvöldið var svo stiginn dans. Núverandi formaður félagsins er Olgeir Engil- bertsson, Nefsholti. Umf. Baldur Hraungerðishreppi hélt upp á afmæli sitt i Þingborg og var mjög fjöl- mennt. Ágúst Þorvaldsson flutti hátíðarræðu, Gunnar Halldórsson flutti minni félagsins og auk þess var sýndur leikþáttur, söngur og fleira. Að lokum var dansað fram eftir nóttu. Núverandi formaður félagsins er Sverrir Ágústs- son, Brúnastöðum. Umf. Merkihvoll í Landssveit hélt upp á 50 ára afmæli sitt að Laugarlandi s.l. sumar, og hófst hátíðin með ýmsum skemmti- atriðum. Auk þess var drukkið kaffi, með góm- sætum kökum. Sérstaka athygli vakti söngur fjög- urra ungmennafélaga undir stjórn önnu Magnús- dóttur. Núverandi formaður félagsins er Kjartan Magnús- son, Hjallarnesi. Vinningshafi í happdrætti UMFÍ 1978 lét lengi ekki á sér kræla en svo kom hann frá Akureyri og heitir Guðrún H. Stefánsdóttir, Kringlumýri 2. Skinfaxi óskar Guðrúnu til hamingju og vonar að hún megi njóta vinningsins vel og lengi. 22 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.