Skinfaxi - 01.04.1980, Side 11
biðja um bingóspjöld til að nota
milli jóla og nýárs.
Þú hefur sjálfsagt fengið mörg
furðuleg verkefni í þessu starfi?
Já, einu sinni var t.d. hringt í
mig úr Reykjavík og spurt hvort
þetta væri ekki hjá ungmenna-
sambandinu. Þetta var hjúkrun-
arkona sem ætlaði að fara að
vinna hér og sagði að sig vantaði'
fóðrun og tamningu fyrir hest
sem hún átti og hvort ég gæti
ekki bjargað þessu.
Þú hefur ekki verið í vand-
rœðum með það?
Að minnsta kosti tókst það.
Eru áhugamál þín fleiri en
íþróttirnar?
Já, bindindismálin hafa alltaf
verið mér mikil hugsjón og allt
menningarlegt skemmtanalíf.
En hvað almennt um íþrótta-
og félagsstarfið?
íþróttastarfið hefur aukist
verulega og viðhorfin til þess
verulega breyst. Áður litu t.d.
ýmsir bændur ákaflega niður á
íþróttirnar, fannst þetta óþarfa
leikaraskapur. Ég minnist þess
að bóndi hér í nágrenni sem var
mjög andvígur íþróttastarfinu,
hafði ungling í kaupavinnu sem
honum líkaði mjög vel við. En
strákur setti það sem skilyrði
fyrir því að koma aftur að hann
fengi tækifæri til að stunda
íþróttir. Þá viðurkenndi bóndi
að íþróttastarf ungmennafélag-
anna gerði líklega eitthvert gagn.
Það sýnir sig líka að flestir sem
sýna áhuga og dugnað í íþróttum
eru vel hæfir til annarra starfa.í
þeim sveitum þar sem íþróttir og
félagslíf er mikið virðist mannlíf-
ið oft ganga best. Ég naut alltaf
góðs stuðnings bæði iþrótta-
manna og fólksins í héraðinu og
það hélt mér öðru fremur svo
lengi í starfi. Stundum fannst
mér lítið liggja eftir mig, en í
svona starfi er erfitt að mæla af-
köstin. Þetta starf mitt fyrir fé-
lagið og UMSE hefur verið minn
skóli og mín menntun.
Nú ert þú formaður lands-
mótsnefndar fyrir landsmótið
hér á Akureyri 1981. Hvernig
leggst þetta í þig?
Öll aðstaða hér er ákjósanleg
og sérstaklega ef nýja íþrótta-
húsið verður komið í notkun.
Það verður stutt á milli keppnis-
staða. Mér sýnist því að mótið
eigi að geta farið fram með
glæsibrag. Við leggjum mikla
áherslu á að allt starfið lendi á
UMSE og félögunum s.s. miða-
sala, varsla á svæðum o.fl. Við
þurfum að sjálfsögðu að ieita til
ýmissa aðila um aðstoð við ýmsa
þætti en leggjum áherslu á að
UMSE hefur boðist til að
undirbúa og sjá um landsmótið
og ber því höfuðábyrgð á að vel
takist til.
Keppendur UMSE i frjálsum íþróttum
á Landsmóti UMFI á Þingvöllum 1957:
FREMRI RÖÐ FRÁ VINSTRI: Sæunn Steindórsdóttir,
Erla Björnsdóttir, Sólveig Antonsdóttir, Matthildur
Þórhallsdóttir, Lilja Magnúsdóttir og Rósella Árna-
dóttir.
AFTARI RÖÐ FRÁ VINSTRI: Stefán Árnason, Jón
Gfslason, Þóroddur Jóhannsson, Steinn Jónsson,
Hörður Jóhannsson, Stefán Magnússon, Bjarni Frl-
mannsson og Einar Helgason.
A myndina vantar Gest Guómundsson og Helga
Valdimarsson.
Hliðskiltið, sem sést hér á myndinni gerði Kristján
Vigfússon fyrrverandi ritari UMSE.
SKINFAXI
11