Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.04.1980, Page 13

Skinfaxi - 01.04.1980, Page 13
Viðtal við Guðmund Hallgrimsson Fáskrúðsfirði Hver er maðurinn? spyrja trú- lega margir eftir að hafa lesið yf- irskriftina. En þeir sem keppt hafa á síðustu 6—8 landsmótum UMFÍ, ættu að kannast við nafnið og trúlega eru þeir orðnir all margir, sem kynnst hafa Guð- mundi í gegnum keppni. Þeir Austfirðingar sem eitthvað hafa fylgst með íþróttum í heimahér- aði kannast líka allir við nafnið, og margir við persónuna af eigin raun. Þar sem íþróttaferill Guð- mundar þessa er orðinn bæði langur og farsæll var undirrituð- um falið það hugþekka verkefni að ræða við Guðmund í góðu tómi og koma árangrinum til birtingar í Skinfaxa. Fer ávöxt- urinn af þessu starfi hér á eftir: / fyrsta lagi, Guðmundur, hvar ertu fceddur og uppalinn? Eg er fæddur og uppalinn á Hafnarnesi við Fáskrúðsfjörð til ca. 16 ára aldurs, þá fór maður að fara á vertíð og seinna til náms. Ég var ein fimm ár í Keflavík og lærði þar rafvirkjun, en átti þó lögheimili á Hafnar- nesi allan tímann, flyt ekki þaðan fyrr en 1963 eða 64, þá u.þ.b. 25 ára. Hvernig var að alast upp á Hafnarnesi? Það var ágætt, þetta var pláss uppá svona 100 manns þegar best lét en margir sóttu vinnu í burtu yfir veturinn. Ungmenna- félagið Skriður hélt uppi tals- verðu félagsstarfi og íþróttir voru mikið stundaðar á vegum þess. Hvernig var íþróttaaðstaðan? Hún var nú ekki merkileg. Þó var þarna lítill malarvöllur sem hægt var að vera í fótbolta, svo voru túnin notuð þegar búið var að slá. Nú voruð þið þekktir lang- hlauparar, Hafnarnesmenn. Hvernig æfðuð þið ykkur? Það var yfirleitt þegar komið var að landi og vinnudegi lokið. Þá var hlaupið af stað yfir holt og hæðir og um fjöllin í ná- grenninu. Innskot fyrir ókunnuga: Hafnarnes er nú í eyði en vegfarendur sem fara milli Stöðvarfjarðar og Fáskrúðsfjarðar taka eftir nokkrum auðum húsum í litlum túnskækli yst við Fáskrúðsfjörð sunnan- verðan, þ. á m. einu stóru húsi nálægt veginum, sem er fyrrverandi sjúkrahús sem Fransmenn reistu inni á Fáskrúðs- firði en síðan var flutt út í Hafnarnes og notaður þar fyrir ibúðir. Umhverfið ei næsta gróðursnautt, skriður, melar, urðir og klappir setja svip sinn á það, er staðurinn byggðist fyrst og fremst vegnt nærliggjandi fiskimiða. Manstu hvenœr þú kepptii fyrst fyrir hönd félagsins út c, við? Já, ég man það vel, ég hef lík- lega verið 16 ára. Þá var bæjar- keppni Fáskrúðsfirðinga við SKINFAXI 13

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.