Skinfaxi - 01.04.1980, Síða 29
við UMSK og fá UMSK-félagar
ákaflega neikvæða og ég vil
meina ósanngjarna dóma.
Tónninn í þessari grein er víða
þannig að manni gæti dottið í
hug að heimsþekktur íþrótta-
maður væri þarna að fella dóm
en ég hélt nú satt að segja að Vé-
steinn væri í ákaflega svipuðum
„klassa” og umrætt íþróttafólk
UMFÍ. Of langt mál yrði að
rekja hér fullyrðingar Vésteins
um einstaka íþróttamenn en þó
get ég ekki orða bundist um
rökleysu þá, er höfð er um Björn
Skúlason UÍA. En þar segir:
„Björn Skúlason kom á óvart
fyrir laka frammistöðu og held
ég að ástæðan fyrir því sé að
finna í mjög óstöðugri þjálfun.
Það þýðir ekki að liggja í dvala í
4—5 mánuði á ári og búast síðan
við einhverjum árangri.”
Vegna þessara ummæla vil ég
taka fram eftirfarandi:
1. Björn bætti sinn persónulega
árangur í þrem af sínum aðal-
keppnisgreinum.
2. Ég kannast ekki við þennan
dvala sem Vésteinn talar um,
því Björn æfði allt síðasta ár
af sérstökum dugnaði og
dvaldi meðal annars í 4 mán-
uði við æfingar í Svíþjóð.
3. Ég veit ekki til þess að Björn
hafi gefið neinar yfirlýsingar
um hugsanlegan árangur fyrir
síðasta keppnistímabil. Enda
er ekkert jafn fjarlægt honum
og raup um eigin afrek.
Ég læt þetta nægja um
fuilyrðingar um einstaka íþrótta-
menn en vona að forráðamenn
Skinfaxa sjái til þess að umfjöll-
un um afrekaskrána 1980, ein-
kennist ekki af slíkum rangherm-
um, yfirlæti og lítilsvirðingu og
þessi skrif í garð okkar íþrótta-
fólks.
Pétur Eiðsson.
ÞáUtakendur í minniboltamótinu í Borgarnesi. Ljósm. Bjarni Engilbertsson.
Minniboltamót
í Borgamesi
2. og 3. febrúar s.l. var haldið minniboltamót í Borgarnesi á
vegum KKÍ og Umf. Skallagríms. Kcppt var í hinni nýju og
glæsilegu íþróttamiöstöð í Borgarnesi. Minnibolti er körfu-
knattleikur fyrir börn 12 ára og yngri. Þátttakendur voru um
140 í 11 liöum frá 6 félögum.
Úrslit urðu sem hér segir:
1. sæti: ÍR—a lið. 5. sæti: KR—b liö
2. — KR—a lið 6. — UMFS
3. — UMFN 7. — Fram
4. — Valur 8. — ÍR—b lið
í yngra flokki (10 ára og yngri) urðu úrslit þessi:
1. sæti: Fram
2. sæti: UMFN
3. sæti: UMFS
Framkvæmd mótsins gckk í alla staði mjög vcl, þrátt fyrir
þennan mikla fjölda þátttakenda.
Krakkarnir sváfu í grunnskólanum og borðuðu að Hótel
Borgarnes. Boðið var til kvikmyndasýningar í Borgarnesbíó á
laugardagskvöldið.
Bjami Bachmann, einn af brautryðjendum körfuknattleiks-
ins í Borgarnesi var vcrndari mótsins og afhenti hann öllum
þátttakendum verðlaunaskjöl í mótslok og sleit síðan mótinu.
F'rá Körfuknattleiksdeild Umf. Skallagríms.
SKINFAXI
29