Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.08.1983, Side 4

Skinfaxi - 01.08.1983, Side 4
TÍMARIT UMSB. Ungmennasamband Borgar- fjarðar hefur hafið útgáfu tíma- rits. Ut er komið fyrsta tölublað fyrsta árgangs en það nefnist: Ungmennasamband Borgar- fjarðar - tímarit UMSB. Þetta fyrsta tölublað er tileinkað 70 ára afmæli sambandsins sem var á síðasta ári. Meðal efnis í blaðinu eru frá- sagnir af starfi UMSB og sambandsfélaganna síðastliðin tíu ár, en einnig eru þar viðtöl, meðal annars við hlauparana landskunnu Jón Diðriksson Helgavatni og Hauk Engil- bertsson Vatnsenda. Blaðinu er fylgt úr hlaði með ávarpi sambandsstjómar, þar segir meðal annars: ,,Með söguþáttum síðasta áratugs viljum við minna á þann gilda þátt, sem ungmennafélögin hafa verið í mannlífi og menningu héraðsins, og þann kraft, sem samtökin geta verið, góðum málum til framdráttar. Með ritinu viljum við líka hvetja ungmennafélaga til frekari dáða, og bjóða nýja krafta velkomna til starfa að ræktun lands og lýðs. Síðast en ekki síst viljum við með riti þessu minnast starfs þeirra, sem mddu ungmennafélags- hreyfingunni braut í byggðum Borgarfjarðar, stóðu um hana traustan vörð, og fylgdu henni dyggilega fram veginn, svo að hún gat fagnað sjötíu ára afmæli sínu, þróttmikil og enn sem fyrr tilbúin til stórræða. Þessa starfs, og þeirra, sem það unnu, minnumst við nú með virðingu og þakklæti." Ritið er 60 síður að stærð, á forsíðu þess er litprentuð mynd af Tungukolli í Hafnarfjalli. Helgi Bjamason, Borgamesi, Bjami Guðmundsson, Hvanneyri, og Björgvin Óskar Bjamason, Borgamesi. Það var prentað í Prentverki Akraness hf. UMSB þakkar öllum þeim sem lögðu hönd á plóginn og gerðu útgáfu þessa veglega rits mögulega. Frétta ti Ikynti ittg frá Utigmennasambatidi Borgarfjarðar. VORMÓT HSS AÐ SÆVANGI. Fyrsta frjálsíþróttamót Hér- aðssambands Strandamanna á þessu ári var haldið að Sævangi sunnudaginn 26. júní s.l. Keppendur á mótinu vom uffl tuttugu frá sjö félögum. Helstu úrslit urðu þau, að í 100 m hlaupi sigraði Valdemar Braga- son Geislanum á 12,2 sek., í langstökki Guðjón Fr. Jónsson Hnoðra, stökk 5,91 m, í þrí- stökki Stefán Gíslason Hnoðra, stökk 11,78 m og í hástökki sigraði Ragnar Torfason Leifi heppna, stökk 1,65 m. Magnús Bragason Gretti sigraði í öllum köstunum, kastaði kúlu 11,54 m, kringlu 37,46 m og spjóti 37,62 m. I kvennaflokki sigraði Fríða Torfadóttir Leifi heppna í kúluvarpi, kastaði 9,33 m og í spjótkasti, kastaði 23,05 m. I langstökki sigraði Sólrún Jóns- dóttir, Hnoðra, stökk 4,13 m. I kringlukasti sigraði Elín Ragnarsdóttir, Gretti, kastaði 27,02 m. Alls vom um 70 manns á mótinu, þar með taldir á- horfendur, starfsmenn og keppendur. Fyrir mótið var háður knatt- spymuleikur á milli Geislans frá Hólmavík og Neista frá Drangsnesi hjá drengjum 13 ára og yngri. Lauk leiknum með sigri Geislans 3-0. Ö.G. HÉRAÐSMÓT UMSK í KÓPAVOGI. Héraðsmót UMSK fór fram í Kópavogi dagana 19. og20. júní í roki og rigningu. Um 40 kepp- endur kepptu á mótinu. Sambandsmeistarar: KONUR: mín. sck. 100 m Svanhildur Kristj.d. UBK 12,9 400 m Berglind Erlendsd. UBK 62,1 1500 m Fríöa Þóröard. UMFA 6.27,1 í ritnefnd eiga sæti: 4 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.