Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.08.1983, Side 16

Skinfaxi - 01.08.1983, Side 16
SIGLINGAÍÞRÓTTIR Þroskandi íþróttir fyrir böm Pétur Th. Pétursson skrifar um bamasiglingar o.fl. Á undanfömum ámm hefur áhugi fyrir siglingum vaxið verulega um allt land. Segja má að í loftinu liggi fyrirboði tísku- öldu, sem ríða mun yfir landið á næstu ámm. Ég er einn þeirra, sem tel að siglingar, hvaða nafni sem þær nefnast, þurfi að skipuleggja vel og vinna þurfi markvisst að því að dreifa þekkingu um þessar íþróttir um landið, ef ekki eiga að hljótast alvarleg slys af, en um það em til mörg dæmi frá fyrri ámm. Siglingar á vélbát, seglbát, seglbretti eða róðrabát, þurfa ekki að vera hættulegar í dag, ef þeir sem stunda þessar tóm- stundir kunna með sín tæki að fara. f>ess vegna er mikilvægt að koma á fót siglingafélögum á sem flestum stöðum eða deild- um innan eldri félaga, til að sinna fræðslu og þjálfunarstarfi og skapa ömggar aðstæður á hverjum stað. Við siglum af mörgum ástæð- um. Surriir vilja lifa upp fiðring- inn frá fyrri dögum á sjónum. Aðrir vilja tilbreytingu frá dag- legu starfi á skrifstofunni. Enn aðrir vilja hreyfingu og enn aðrir vilja bara beisla vindinn. Hver sem ástæðan er, er aug- ljóst að áhugi fer vaxandi á siglingum, bátagerðum fer fjölgandi og fjölskyldan sem heild, tekur’í síauknum mæli þátt í áhugamálinu. Til að fyrirbyggja óhöpp og slys í framtíðinni, eftir föngum, tel ég mikilvægt að sem fyrst verði komið á fót siglingastarfi fyrir böm og unglinga, þar sem kennd yrði umgengni um bát og meðferð hans, notkun segla og öryggisatriði sem snerta siglingar á smábátum s.s. hnúta, veðurath., staðbundnar aðstæður, siglingareglur og fl.þ.h. Á þeim 10 ámm, sem ég hef unnið að siglingastarfi fyrir böm í Hafnarfirði, hefur mér reynst best að hafa stutta breiða bamakajaka, Optimistseglbáta og Flipperseglbáta í kennslu- starfinu. Fleiri tegundir báta koma að sjálfsögðu til greina, s.s. Mirror, Wayfarer og hlið- stæðir bátar. í siglingum er það náttúran, sem agar okkur fyrst og fremst ef við fáum tækifæri til að fást Þessi Kajak/Kanó var hannadnr fynr 20 árum í Hafnarfirdi og hefur reynst félags- starfinu þar mjög vel s.l. 10 ár. 16 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.