Skinfaxi - 01.08.1983, Blaðsíða 24
Bikarkeppni FRI í 3. deild
Guðjón Ingimundarson tók saman.
Bikarmót FRÍ, 3. deildar-
keppnin, var háð á Sauðárkróki
laugardaginn 16. júlí. Veðra-
hamur gekk yfir Iandið um
þessa helgi, einkum þó Vest-
firði og Norðurland svo að fjall-
vegir sumir urðu ófærir og fór
veðrið ekki að öllu framhjá
Sauðárkróki. Þennan sama dag
hófst Sumarsæluvikan rómaða
með flugdegi, en flugsýningar
fórust að mestu fyrir vegna
veðurs.
Veður til íþróttakeppni var
þó skaplegt fram eftir degi en
varð óyndislegt er á daginn
leið.
Þátttakendur voru frá 8
héraðssamböndum og var
keppnin skemmtileg og tölu-
vert tvísýn og varð ekki séð fyrr
en í lok keppninnar hvert
sambandanna hlyti sigur, en
endanlegur sigurvegari varð þó
UMSS með 121 stig, HSÞ hlaut
114 stig í 2. sæti en UDN 101
stig í 3. sæti.
Tvö efstu liðin UMSS og HSÞ
flytjast upp í 2. deild og keppa
þar á næsta ári. Það kemur ekki
á óvart og er alveg í samræmi
við spár manna. Hins vegar
kemur nokkuð á óvart hversu
sterkt lið UDN er. Ánægjulegt
er að sjá að UIO er komið með
frjálsíþróttalið, en þar hafa
frjálsar íþróttir lítt verið stund-
aðar á undanfömum áram.
Einnig er ánægjulegt að UNÞ
skuli hafa sent lið, en allt of
dauft hefur verið yfir þeim að
undanfömu.
Lið KA var ekki með að þessu
sinni, lið sem fyrir nokkram
árum var með þeim sterkustu á
landinu. Einnig vantaði lið
USVS og USÚ, sem hefðu orðið
nokkuð framarlega í stiga-
keppninni hefðu þau mætt til
leiks með sitt sterkasta fólk.
Úrslit:
Hér verður aðeins birtur
árangur þriggja fyrstu í hverri
grein.
Mótstjóri Reynir Pálsson, f ormaöur UMSS ásamt Guðríði Ólafsdóttur, stökkst jóra.
24
100 m hlaup karla: sek.
I. Bjarni Jónsson. UMSS 11,6
2. Jens Hólm. HVÍ 11,9
3. Valdemar Gunnarss. HHF 12.0
Kúluvarp karla: mctrar
i. Hallgrímur Jónss. HSÞ 12,29
2. Helgi Björnsson. UDN 11,16
3. Magnús Bragason. HSS 10,88
Hástökk kvenna: metrar.
i. Dagbjört Leifsd. HVÍ 1.58
2. Björg Árnadóttir. HSÞ 1.45
3-4. Kristín Skúladóttir. UDN 1.40
3-4 Jensína Lýösdóttir HSS 1.40
Langstökk karla: metrar.
i. Kristján Þráinsson. HSÞ 6.60
2. Gylfi Árnason. UNÞ 6.28
3. Gunnar Sigurðsson. UMSS 6.23
100 m hlaup kvenna sck.
1. Ragna Erlingsd. HSÞ 13.0
2. Ingibjörg Guöjónsd. UMSS 13.4
3. Dagbjört Leifsd. HVÍ 13.6
SKINFAXI