Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.08.1983, Blaðsíða 18

Skinfaxi - 01.08.1983, Blaðsíða 18
Þráinn Hafsteinsson skrifar um Inngangur. Keppni í 1. deild Bikarkeppni FRÍ fór fram 16. og 17. júlí s.l. Sex mestu frjálsíþróttaveldi landsins leiddu saman sína bestu íþróttamenn til keppni í rigningarsudda fyrri daginn og vindbelgingi þann seinni. Keppt var á frjálsíþróttavell- inum í Laugardal, sem orðinn er ósköp tætingslegur. Gerfi- efnið á hlaupabrautunum meira og minna ónýtt og undir- lagið svo misheppnað að braut- imar liggja í öldum allan hringinn. Pá em allar merk- ingar á vellinum daufar og gefur það tilefni til að halda að viðhaldi vallarins sé ábótavant. Liðin. Að þessu sinni höfðu ÍR, KR, FH, UÍA, HSK og UMSE rétt til þátttöku í 1. deild. Sigur ÍR var fyrirfram talinn ömggur og eins var annað sætið talið nokkuð tryggt fyrir KR. Aðalátökin myndu því verða milli FH, UÍA, HSK og UMSE lun að verjast fallinu. Þessi fjögur lið vom talin hafa mjög jöfnum liðum á að skipa, en UÍA þó því sterk- asta, ef einhvem mun væri hægt að greina. Fyrri dagur. Ljóst þótti strax eftir fyrstu keppnisgreinina að Eyfirðingar Bikarkeppni FRÍ í 1. deild. myndu eiga erfitt uppdráttar. Aðalsteinn Bemharðsson aðal- uppistaða liðsins sá sér ekki fært að keppa. Við þetta var sem allur vindur væri úr liði UMSE. Hin liðin börðust hins vegar af öllum mætti um hvert stig. ÍR tók snemma afgerandi forystu, en KR og UÍA skiptust á um annað sætið. HSK og FH vom mjög áþekk í 4. og 5. sæti lengst af, en UMSE langneðst. Staðan eftir fyrri dag var þessi: ÍR 87, UÍA 70, KR 68, HSK 57, FH 55,5 og UMSE 37,5 stig. Seinni dagur. UÍA og KR héldu áfram sókninni um annað sætið allan seinni daginn. Fyrstu og einu mistök UÍA liðsins komu þó í veg fyrir að silfurverðlaunin yrðu þeirra. í næst síðustu grein mótsins missti boð- hlaupssveit karla í 1000 m boð- hlaupi boðhlaupskeflið og varð að hætta keppni. Lið UÍA hafnaði því í þriðja sæti og er það mjög góður árangur hjá liði sem er að keppa í fyrsta skipti í 1. deild. Austfirðingar komu á óvart í mörgum greinum, en ekki var síður athyglisverður sá keppnisandi og samstaða sem þeir sýndu báða daga mótsins. Forráðamenn UÍA og Austfirð- ingar allir geta verið stoltir af frammistöðu liðsins, ekki síst vegna þess að þama er að skila sér árangur af góðu unglinga- og uppbyggingarstarfi undan- farinna ára. HSK liðið átti á brattann að sækja, vegna þess að fjóra landsliðsmenn vantaði í liðið. Samstaða keppnisliðsins og dyggur stuðningur klappliðs HSK tryggði liðinu þó fjórða sætið. Það urðu því lið FH og UMSE sem féllu niður í aðra deild. Lokastaðan varð þessi: ÍR 165,5, KR 118,5, UÍA 116, HSK 111, FH 101,5 og UMSE 67,5 stig. Athyglisverð afrek. Mesta afrek mótsins var án efa stórglæsilegt kringlukast Vésteins Hafsteinssonar HSK. Hann bætti íslandsmet Erlend- ar Valdemarssonar frá 1974 (64,32) og kastaði 65,60 m. Vésteinn sigraði einnig í kúlu- varpi og hafnaði í þriðja og fjórða sæti í spjótkasti og sleggjukasti. Brynjúlfur Hilm- arsson UÍA var í algjörum sér- flokki í millivegalengda- og langhlaupum. Sigraði léttilega í 800 m, 1500 m og 5000 m hlaup- unum. Egill Eiðsson UÍA sigraði í 200 m hlaupi á 22,54 sek. og var drjúgur í öðrum 18 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.