Skinfaxi - 01.08.1983, Blaðsíða 21
Ingólfur A. Steindórsson skrifar um
Bikarkeppni FRÍ í 2. deild.
Bikarkeppnin í annarri deild
var háð á Kópavogsvelli dagana
16. og 17. júlí. Fjölrituð leikskrá
hafði verið unnin fyrir mótið af
Olafi Unnsteinssyni. Leikskrá
þessi var sérlega vel unnin og
fróðleg, því þar var skráður
besti árangur hvers keppanda í
hverri grein. Mikill munur er
fyrir þá sem 'fylgjast með
mótum að hafa svona upplýs-
ingar um keppendur.
Önnur deildin er dálítið sér-
stök að því leyti að aðeins tvö
lið af þejm sex sem þar keppa,
sitja eftir og keppa þar aftur á
næsta ári. Tvö lið fara upp í
fyrstu deild og tvö Iið flytjast í
þriðju deild. Óhjákvæmilega
verða því miklar breytingar á
skipan liða í deildinni milli ára.
Athyglisvert er að þau tvö lið
sem sitja eftir í deildinni í ár,
kepptu þar ekki í fyrra. UMSB
var í fyrstu deild í fyrra og féU
þá niður og USAH sigraði í
þriðju deild og fluttist upp.
Mikil spenna ríkti í keppn-
inni allt mótið út í gegn, sér-
staklega þó í keppninni um
annað sætið. Ármann hafði
nauma forystu eftir fyrri daginn
með 69 stig. Jöfn í öðru til þriðja
sæti voru UMSK og UMSB með
65 stig. Þegar líða tók á seinni
daginn fór Armann að síga jafnt
og þétt fram úr í stigakeppn-
inni. Armenningar sigruðu í
báðum löngu boðhlaupunum,
sem voru síðustu greinar
mótsins og urðu bikarmeistarar
í deildinni með rúmlega 20
stiga forystu.
Spennan hélst hins vegar í
keppninni um annað sætið
alveg fram að síðustu grein, þar
sem UMSK og UMSB skiptust á
að hafa forystu. Þeim stigaslag
lauk þannig að UMSK náði öðru
sætinu og höfðu þá aðeins 2,5
stiga forskot fram yfir UMSB.
Þegar litið er á úrslitin í
deildinni kemur einna mest á
óvart styrkleiki USAH, en þeir
tryggðu sér áframhaldandi sæti
í deildinni á mjög sannfærandi
hátt. HSH var hins vegar mun
slakara en spámenn okkar
höfðu spáð. Annað sem kemur
á óvart er hversu sterkt hið unga
lið UMSK var. Þau unnu sér rétt
til keppni í fyrstu deild að ári,
en verða að spjara sig ef þau
eiga að hafa einhverja mögu-
leika á að halda sæti sínu þar. í
lið UMSB vantaði hlauparana
Jón Diðriksson og Ágúst Þor-
steinsson og hefði liðið auð-
veldlega náð öðru sætinu og
jafnvel veitt Ármanni harða
keppni um fyrsta sætið, ef þeir
hefðu verið með.
Ármann var með flesta sigur-
vegarana á mótinu, eða í 13
greinum, UMSK sigraði í 6
greinum, USAH í 3 greinum og
USVH og HSH áttu sigurvegara
í einni grein hvort samband.
Auk þess urðu þær jafnar í 200
m. hlaupi, Svanhildur Krist-
jónsdóttir UMSK og Sigurborg
Guðmundsdóttir Ármanni á
26.8 sek. og voru báðar dæmdar
sigurvegarar í þeirri grein.
Besta afrek mótsins var spjót-
kast Einars Vilhjálmssonar
UMSB, en hann kastaði 81,78
m. Er það lengsta kast sem
kastað hefur verið í spjótkasti
hér á landi, þegar þessar línur
eru skrifaðar. Einar á íslands-
metið í greininni 89,98 m, sett í
Bandaríkjunum í vor. Hann er
með fremstu spjótkösturum
heims og verður fróðlegt að
fylgjást með honum á Heims-
meistaramótinu í Helsinki í
ágúst.
Framkvæmd mótsins var
með miklum ágætum, en hún
var í umsjá UMSK. Tímaseðill
L
SKINFAXI
21