Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.08.1983, Page 6

Skinfaxi - 01.08.1983, Page 6
FRÉTTIR FRÁ UMF. HNOÐRA, HSS. GESTASUNDMÓT ------------------------------- UMF.TINDASTÓLS. - Frjálsíþróttanámskeið - ★ ★ Umf.Hnoðri í Óspakseyrar- hreppi í Strandasýslu efndi til námskeiðis í frjálsum íþróttum vikuna 3. - 9. júlí 1983. Leið- beinandi var Óskar Thoraren- sen. Á námskeiðinu var íþrótta- fólki félagsins veitt tilsögn á daglegum æfingum, auk þess sem leiðbeinendur heima fyrir fengu gagnlegar ábendingar. Óskar hafði einnig meðferðis myndbönd með kennsluefni og komu þau í góðar þarfir við útskýringar á tækniatriðum. í námskeiðslok 9. júlí var haldið innanfélagsmót, hið tíunda í sögu félagsins. Þar bar hæst strandamet Kristjáns Guðbjömssonar Umf. Kolla í spjótkasti pilta 13 -14 ára, 38,52 m. Óspakseyrarhreppur veitti myndarlegan fjárstyrk til nám- skeiðshaldsins. ★ ★ - Göngudagurinn - ★ ★ Göngudagur fjölskyldunnar í Bitrufirði var sunnudaginn 10. júlí 1983. Gengið var fram á Brunngilsdal í blíðskaparveðri, um 12 km. leið. Þátttakendur vom 46 á aldrinum 1-78 ára, en að vonum gengu ekki allir alla leiðina. í ráði er að semja frásögn af göngunni, en göngulýsing frá vorinu 1982 er um það bil að koma út. Stefán Gtslason, form. Hnoðra. Gestasundmót Umf. Tinda- stóls var haldið í Sundlaug Sauðárkróks 23. júlí. Auk sund- fólks úr Tindastóli vom gestir á mótinu frá UMSB undir stjóm Ingimundar Ingimundarsonar og frá ungmennafélögunum í Skagafirði. Keppt var í 28 sund- greinum og flestum þeirra í yngri flokkunum. Ekki vom sett færri en 8 borgfirsk sund- met í yngri aldursflokkum og a.m.k. 4 skagfirsk í kvenna- greinum. Fyrirhugað er að koma á ár- legum samskiptum í sundi milli Borgfirðinga og Skagfirðinga. TOMMA HAMBOWCARAR GÖNGUDAGUR FJÖLSKYLDUNNAR 1983. Dregið hefur verið úr Lukku- miðum Mjólkurdagsnefndar. Eftirtalin númer hlutu vinning: No: 5550. 3498. 1014. 990. 318. 7842. 474. 1086. 6306. 1866. Vinningar: 1. Vikudvöl fyrir tvo á sveita- heimili með viðurkennda ferðamannaþjónustu eða vikudvöl á Hótel Sögu að vetri til. 2-10. Ýmsar mjólkurafurðir. Allar nánari upplýsingar veitir Agnar Guðnason hjá Mjólkur- dagsnefnd í síma 20025. Pótt all langt sé síðan hinn eiginlegi Göngudagur fjöl- skyldunnar var hafa göngur verið gengnar fram undir þetta. Þar sem tíðarfar var víða mjög slæmt á Göngudaginn 12. júní var göngum víða frestað. Mjög lítið er vitað um fjölda þátt- takenda þar sem fáar skýrslur hafa borist til UMFÍ. Em félögin hér með hvött til að bæta úr þessu hið bráðasta og senda upplýsingar um göngur og fjölda þátttakenda ásamt göngulýsingu til skrifstofu UMFÍ. S.O. 6 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.