Skinfaxi - 01.08.1983, Blaðsíða 29
Hvenær byrjuðud þið að æfa
frjálsar íþróttir?
Vésteinn: Ég byrjaði 6-7 ára
gutti að trítla á eftir stóra bróður
út á völl. Ég vasaðist í öllum
íþróttum, frjálsum íþróttum,
knattspymu, körfu, golfi og
badminton. En síðan ég var 16
ára hef ég eingöngu æft
kringlukast.
Þráinn: Þetta var alveg það
sama hjá mér. Ég byrjaði í öllum
greinum. Pó var það alltaf svo,
að ég vissi það innst inni að ég
mundi velja mér frjálsar íþrótt-
ir, þær höfðuðu mest til mín. Ég
byrjaði ungur að fara með föður
mínum að undirbúa Þjórsár-
túnsmótin og kynntist þar vel
frjálsíþróttastarfinu. Faðir
minn geymdi á þessum ámm
alltaf kastáhöldin fyrir HSK og
ég notaði tækifærið og stalst
stundum með þau út á völl.
Fyrst æfði ég köst, en frá 1974
hef ég æft tugþraut. Sumarið
1974 keppti ég í fimmtarþraut,
sem varð til þess að ég var
válinn í unglingalandslið í
tugþraut, sem keppti á norður-
landamóti unglinga það sumar.
Ahugi minn á tugþrautinni
vaknaði fyrst fyrir alvöru eftir
að ég hafði tekið þátt í þeirri
keppni.
Vésteinn í léttri sveiflu.
Andrésar Andar leikana. Síðan
þá hef ég æft og keppt í frjálsum
íþróttum. Auk hástökksins æfi
ég grindahlaup lítillega.
Þið eruð öll í Alabamaháskóla í
Bandaríkjunum. Hvemig gengur
ykkur að sameina nám og
æfingar?
Vésteinn: Þaö er miklu auð-
veldara að æfa og stunda nám
þama úti heldur en hér heima.
Við ráðum að nokkm leyti
námshraðanum. Við fáum styrk
frá skólanum og þurfum því
ekki að hafa miklar fjárhags-
áhyggiur-
Þráinn: Við þurfum að taka
ákveðinn kvóta í náminu til
þess að geta talist fullgildir
keppendur fyrir skólann. Við
emm í skólanum á morgnana.
Eftir hádegi æfum við og emm
búin um kvöldmat og eigum þá
frí og getum ráðstafað kvöldinu
til annars. Hér heima er yfirleitt
byrjað að æfa um kvöldmat og
er því minna um frí.
Þórdís: Það sem mestu munar
að vera þama úti er aðstaðan og
veðrið. Veðrið er svo milt að ég
get æft hástökk úti allan
veturinn.
Hafið þiðgóða þjálfara?
Þráinn: Það er nokkuð út-
breiddur misskilningur, að
þjálfaramir þama úti séu
eitthvað súper góðir. Við
höfum ákaflega lítið haft af
okkar þjálfara að segja. Við
skipuleggjum okkar þjálfun
sjálf.
Vésteinn: Margir halda að það
sé nóg að fara til útlanda til að
29
Þórdís: Ég komst fyrst í kynni
við frjálsar íþróttir í gegnum
Þríþraut FRI og Æskunnar. Úr-
tökumót vom haldin í skólun-
um og síðan var úrslitakeppnin
háð að Laugarvatni. Ég byrjaði
árið 1975, þegar ég var 14 ára, að
æfa frjálsar íþróttir og komst
það sama sumar í landsliðið
sem keppti í Kallot-keppninni
það ár. Einnig fór ég það haust á
SKINFAXI
L