Skinfaxi - 01.08.1983, Qupperneq 15
í þungumþönkum.
plötur með íslenskri tónlist og
eru Savanna tríóið, Stuðmenn,
Mannakom, Bubbi Morteins
ofl. spilaðir á hinum ýmsu
Norðurlöndum allan ársins
hring.
Sundlaugin var vinsæl í frí-
stundum vegna hitans sem
gældi við okkur allan tímann.
Undum við okkur við sund-
knattleik, kaffæringar, kapp-
sund og sólböð. íþróttaaðstaða
var reyndar öll hin ákjósanleg-
asta, enda óspart notuð. T.d.
háðum við landskeppni í blaki
sem endaði með verðskulduð-
um sigri Norðmanna.
Umhverfið við Kristianslyst
var fagurt hvert sem litið var,
skógar og akrar í allar áttir sem
skýldu vel, með hjálp rökkurs-
ins fjölda rómantískra para,
sem ekki kærðu sig um annarra
augu. Inni í Kristianslyst vom
tvær setustofur, arin og sam-
komusalur þar sem fólk sat við
söng, samræður og brandara-
flóð sem aldrei linnti alla
vikuna nema kannski tvo
síðustu tímana áður en vakið
var upp til nýs dags og nýrra
ævintýra.
En fátt hefst svo ekki ljúki
sömuleiðis. Sunnudagsmorg-
uninn þann 31. júlí tóku þátt-
takendur að týnast burt með
tregablöndnum kveðjum ekka-
sogum og nær óleysanlegum
faðmlögum. Stemmingin sem
þá ríkti er erfitt fyrir utanað-
komandi að skilja, en eftir slíka
skemmtun sem þessa og aðra
eins samveru er erfitt að slíta sig
hvert frá öðru. En bót er í máli
að önnur ungmennavika verður
haldin að ári í Svíþjóð. Ansi er
ég hræddur um að bréfin sem
eiga eftir að ganga milli
Norðurlandanna vegna þessar-
ar einu viku, muni skifta
hundruðum áður en árið er
liðið.
Einnig hef ég heyrt að nokkr-
ir eru þegar famir að leggja drög
að ferðalögum til að heimsækja
hina nýju vini sína og treysta
þannig vinskapinn e.t.v. til lífs-
tíðar. Það hefur áður gerst og
ekkert er því til fyrirstöðu að
það hendi aftur í ár. Þegar þeim
áfanga er náð, hefur tilgangi
hinnar norrænu ungmenna-
viku verið endanlega og fylli-
lega náð.
Kári Gylfasoti.
Allar leiðir liggja um Borgames
VERIÐ VELKOMIN
VERSLUNARHUS
BORGARNESI
SKINFAXI
15