Skinfaxi - 01.08.1983, Síða 13
Hér er slappað af í góða veðrinu sem fylgdi okkur allan timann.
Notið sólar á ströndinni.
haldin á íslandi, þar áður í
Danmörku. En nú í ár var hún
haldin í Suður-Slésvík í Þýska-
landi. Par sem danskur minni-
hlut^hópur starfar sem sjálf-
stæður aðili að N.S.U.
Skilyrði til þátttöku er að vera
áhugasamur unglingur á aldr-
inum 16 - 25 ára. Markmið
vikunnar er að ungmenni á
Norðurlöndunum kynnist og
starfi saman eina viku á ári til að
styrkja tengsl landanna jafnt á
þjóðlegum sem á persónu-
legum grundvelli.
Dagskrá vikunnar í ár var
með hefðbundnu sniði. Klukk-
an 7.15 var liðið vakið oft á mjög
frumlegan máta og morgun-
verður snæddur frá 8.00 - 9.00.
Þá tóku starfshópar sem þátt-
takendur höfðu valið sér, til
starfa. Þeir voru: Sönghópur,
leiklistarhópur, video og blaða-
útgáfuhópur sem jafnóðum
sendi út fréttir af viðburðum
vikunnar. Og loks sá vinsæl-
asti, indíána-keramikhópur.
Þetta tók hálfan annan tíma og
að því loknu voru fyrirlestrar
um sögu og stöðu danska
minnihlutahópsins í Þýska-
landi, sem stóðu í u.þ.b.
klukkutíma hvem dag, vom
þeir reglulega gagnlegir og
skemmtilegir og fengu gestina
til að skilja hina Slésvísku
gestgjafa sína og sérstöðu enn
betur en áður. Þar á eftir
settumst við að hádegisverði og
lögðumst á meltuna til kl. 15.00.
Var margt skrafað á ýmsum
málum og mállýskum meðan sú
hvíld entist. En að henni lok-
inni hófust ýmsar íþróttir. S.s.
krikket, ratleikur og þrauta-
leikur. Var þannig gengið frá
málum að allir höfðu reynt allt
a.m.k. einu sinni í vikulok.
Eftir kvöldverð var safnast
saman til leikja og annarra
skemmtana. Þá notuðu hinar
ýmsu hreyfingar innan N.S.U.
tækifærið til að kynna sig og
starfsemi sína blandaða glensi
og glaumi, auk þess sem starfs-
hópamir kynntu árangur at-
hafna sinna. Margir notuðu líka
tækifærið til að troða upp með
sér uppákomur sem einatt vom
hinar spaugilegustu og enduðu
jafnvel með því að ýmsir
höfnuðu nauðugir í sundlaug-
inni alklæddir. Þar á meðal
undirritaður og það ekki að
ósekju.
Eftir kvöldglensið var diskó-
tek sem yfirleitt stóð til kl. 1.00.
Fæstir nenntu að fara að sofa
þá, heldur sátum við iðulega
við söng og mas til klukkan 4.00
eða jafnvel lengur því tíminn
var naumur og margt að heyra
frá nýjum vinum frá fjarlægum
löndum.
SKINFAXI
13