Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.08.1983, Side 9

Skinfaxi - 01.08.1983, Side 9
Margir landsmenn þekkja orðið rödd fóntnu Benediktsdóttur úr morgunútvarpinu, þar sem hún stjómar morgunleikfiminni. Færri vita hins vegar hver hún er t raun og veru. Þar sem Skinfaxi vissi að Jóntna erfædd og uppalin á Húsavtk oghefurm.a. keppt fyrir HSÞ á landsmóti UMFÍ, þótti við hæfi að hafa upp á henni og spyrja hana nokkurra spuminga um hennar feril. Hvenær fékkst þú fyrst áhuga á íþróttum? Fyrst vaknaði áhuginn þegar ég lærði að synda þá 6 ára. Mátti segja að næstu árin hafi ég þrifist í vatninu, því sundið átti hug minn allan í bamæsku eins og hjá fleiri bömum og lá við að okkur færi að vaxa tálkn. Ég keppti svo í fyrsta skipti 7 ára og man ég það enn þann dag í dag hvað kvíðin ég var. Ég er alltaf að reyna að muna hvemig keppniskvíðinn þróaðist hjá mér, en það hefur ekki tekist; hann er örugglega ekki með- fæddur. Annað hvort var ég hrædd við að tapa eða þá löng- unin til að sigra varð svo sterk að hnén skulfu. En þetta er veigamikill þáttur í íþróttasál- fræðinni sem vert er að gefa gaum. Það að ná árangri í einni íþróttagrein dregur oft dilk á eftir sér þannig að 7 ára vildi ég helst prófa aUar íþróttir. Ég er ekki fædd íþróttakona þ.e.a.s. beinabygging, vöðvabygging og líkamssamsetning hefði aldrei komið mér á Ólympíu- pallinn. Okkur er sagt að af- kastageta í íþróttum sé um 75% meðfæddir hæfileikar, en aðeins 25% áunnin geta, ætli ég hafi ekki snúið dæminu við. Að áhuginn skyldi haldast þrátt fyrir aUa erfiðleika má þakka góðum kennurum eða þjálfur- um á Húsavík og Laugum í Þingeyjarsýslu. Vegna þeirra hef ég enn áhuga á að læra um íþróttir og stunda þær, hvenær sem tími gefst. Sérstaklega, hvað áhugann varðar, þakka ég hjónunum Vilhjálmi Pálssyni og Védísi Bjamadóttur á Húsa- vík, en þau em kennarar sem kunna að hvetja á jákvæðan og lærdómsríkan máta og vitna ég oft í mínu starfi til kennsluað- ferða þeirra. Þama er ritstjóri Skinfaxa búinn að króa Jónínu af í setkrók á vinnustad hennar og viðtalið að hef jast. SKINFAXI 9

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.