Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.08.1983, Blaðsíða 28

Skinfaxi - 01.08.1983, Blaðsíða 28
Þórdís. Þráinn (Ljósm. EJ.) A> Vésteinn (Ljósm. EJ.) PRÍR ÍSLANDSMETHAFAR í SÖMU FJÖLSKYLDUNNI Skinfaxi ræðir við Þráinn og Véstein Hafsteinssyni HSK og Þórdísi Gísladóttur ÍR, sem er unnusta Þráinns, en þau eiga það öll sameiginlegt að vera handhafar Islandsmeta í frjálsum íþróttum. íslandsmet Þórdísar: Hástökk utanhúss 1,87 m. Hástökk innanhúss 1.88 m. Bæði metin eru sett í Bandaríkjunum á þessu ári. Islandsmet Þráinns: Tugþraut 7724 stig. Metið er sett í Bandaríkjunum í maí. íslandsmet Vésteins: Kringlukast 65,60 m. Metið setti hann í Bikarkeppni FRI í sumar. Eins og margir lesendur Skinfaxa vita eru Práinn og Vésteinn synir Hafsteins Porvaldssonar á Selfossi, sem í 10 ár var formaður UMFÍ og eru þeir því aldir upp í miklu félagsmála- og íþróttastarfi. Þeir bræður voru um tíma starfsmenn á skrifstofu UMFÍ og báðir hafa þeir skrifað greinar í Skinfaxa. Þórdís hefur eins og kunnugt er verið fremsta hástökkskona okkar íslendinga um árabil og hefur margsinnis bætt íslandsmetið í sinni grein. Þegar þetta viðtal er tekið, eru Þórdís og Vésteinn að leggja af stað til Svíþjóðar til að keppa með úrvalsliði Norðurlanda við lið Bandaríkjanna. Viku síðar fara þau svo öll til Finnlands á Heimsmeistaramótið í frjálsum íþróttum. Framundan er síðan hver landskeppnin á fætur annarri og er ágústmánuður að mestu ráðstafaður í keppni. 28 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.