Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.08.1983, Page 10

Skinfaxi - 01.08.1983, Page 10
Ég er ekki fædd íþróttakona. Hvaða íþróttirstundarþú mest? Mest stundaði ég handbolt- ann, sennilega af því að það var sú grein sem Völsungur lagði aðaláhersluna á meðan ég bjó á Húsavík. Ég æfði og þjálfaði 2 - 3 í viku frá því ég var 11 ára og sé ég ekki eftir þeim tíma þó svo að margir telji þetta fásinnu. Það er erfitt að setja sig í spor annarra, sérstaklega þegar á- hugamál eru annars vegar. Þegar ég fór til ísafjarðar í menntaskólaxm þá þjálfaði ég meistaraflokk karla og kvenna auk þess æfði ég með meistara- flokki Armanns og keppti með þeim í Partille Cup og sigruðum við það mót. Völsungur var ávallt mjög sterkur í handbolta og unnum við nokkra íslands- meistaratitla sem fyrst og fremst var afrakstur mikilla æfinga. Síðar þegar ég flutti til Kanada byrjaði ég strax í hand- boltanum og fékk vegna hans að ferðast mikið. Kanadamenn Ieggja mikla rækt við handbolt- ann enda er hann nú ólympíu- grein. Ég spilaði þrjú ár með liði British Colombía sem ferðaðist mikið. Þetta var ógleymanlegur tími ekki bara vegna félaganna heldur fyrir það að fá að sjá landið og kynnast Kanada- mönnum. Þetta var óneitanlega lærdómsríkt. Eftir þriðja vetur- inn var mér boðið að æfa með kanadíska landsliðinu í Montr- eal. Þá skráði ég mig líka í Mc Gill háskólann í íþróttafræðum. Við æfðum stanslaust í heilt sumar og má segja að ég hafi kynnst „atvinnumennsku" á- hugamannsins, en launin voru lág. Við bjuggum út í sveit og æfðum daglega 6 tíma. Þjálfar- inn sem var rúmenskur hafði þjálfað karlalandslið Rúmena fyrir ólympíuleikana í Montre- al, en varð eftir sem pólitískur flóttamaður. Hjá honum k)mnt- ist maður þjálfun sem var iðu- lega líkari martröð en nokkru öðru. Aðferðir margra austan- tjaldsmanna við þjálfun byggj- ast upp á óttavirðingu og aga og skorti þjálfun hans hvorugt. Þó hann hafi ekki kunnað að grípa bolta og hafi reykt um tvo pakka á dag og drukkið eina flösku fyrir kvöldmat þá tókst honum að draga okkur endalaust áfram á mjög svo vélrænan máta. Eftir sumarið komst engin okkar með lærin í venjulegar buxur og þjálftmin var hreint ekki kven- leg. Eitt sinn skipaði hann mér að klippa hárið því hann taldi það vera fyrir mér. Hann sagð- ist ekki hafa þörf fyrir neinar dúkkur... Okkur sámaði þetta oft og sálræn spenna kallaði stundum fram eitt og eitt tár hjá flestum, því það var alltaf eitt- hvað meiriháttar að. En veturinn eftir kepptum við við Mexíkó og þá meiddist ég á hné og gat ekki spilað meira. Þjálfarinn talaði ekki við mig eftir það. Ég bjóst nú aldrei við rósum, en þetta fannst mér hálf blóðugt. Hann þurfti ekki dúkku í liðið hvað þá dúkku með ónýtt hné. Já, íþróttimar geta verið miskunnarlausar þegar þjóðarstoltið er annars- vegar. Ég hef ekki spilað hand- bolta síðan, en oft fer fiðringur um finguma. Eftir að búið var að gera það sem hægt var við hnéð á mér ákvað ég að gerast trimmari til að bjarga sál og líkama. Ég fór að „jogga" dansa, spila tennis, ganga á skíðum og ýmislegt annað. Þetta var og er stórkost- legt. Það má enginn vera hræddur við að taka sér eitt- hvað nýtt fyrir hendur því þá fyrst verður maður gamall. Hefurþú kepptá landsmóti? Já, ég keppti á Sauðárkróki, þá í handbolta og við unnum mótið. Mér þótti mikið til þess koma þá aðeins 13 ára og keppti með meistaraflokki. Þetta var frábært mót eins og landsmótin em ávallt. Hvemig atvikaðist það, að þú tókst að þér morgunleikfimina í útvarpinu? Ég er nýjungagjöm og mig langaði að spreyta mig á þessu svo að ég sótti um þegar Valdi- mar hætti. Það em misjafnar aðferðir fólks við að halda þekkingunni við eða læra eitt- hvað nýtt. Þetta getur verið ein leiðin því hún veitir aðhald. Reynslan í útvarpinu er lær- dómsrík og sé ég ekki eftir að 10 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.