Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.08.1983, Page 11

Skinfaxi - 01.08.1983, Page 11
Ég spilaði í þrjú ár með British Colombía sem ferðaðist mikið. hafa reynt þó svo að þröskuld- amir séu víða á leiðinni. Ætlar þú að sjá um morguti- leikfimina í 25 ár eins og fyrir- rennari þinn? Nei, alls ekki og satt best að segja hlakka ég til að heyra nýja rödd með trimmið, því vonandi á næsti kennari eftir að læra jafn mikið og ég hef gert á þessum tíma. Við þurfum alltaf að hafa hreyfingu á fólkinu milli starfa, sérstaklega þegar landið er svona fámennt. Það er hættu- legt að staðna í sömu störfunum of lengi þar sem áhrif einstakl- ingsins og starfsins eru mikil hjá fámennri þjóð. Því miður er dálítill rígur innan íþrótta- kennarastéttarinnar sem er slæmt þar sem nauðsynlegt er fyrir illa kynnta námsgrein eða „aukagrein" eins og íþróttir em víða hér á landi, að starfs- mennimir séu samheldnir og viljugir til að bæta við þekkingu sína. íþróttakennslan á fram- haldsstigi er víða einstreng- ingsleg og langt er í land með að íþróttir verði viðurkennd vísindagrein hér á landi. Afsakanir forystumanna em ekki gildar, þetta þarf ekki að vera svona dýrt og ef við höfum efni á að senda landslið á heimsmeistaramót og á ólympíuleika þá verðum við að hafa efni á að gera rannsóknir á sviðum íþróttaþjálfunar og kennslu, annað eins bmðl á sér stað í fjármálum menntakerfis- ins að afsakanir um fjárskort og Hér er Jónína að leiðbeina í æfinga- stöðinni í Engihjalla, þar sem hún er framkvæmdastjóri. smæð þjóðar er þröngsýni og ekkert annað. Er trimmáróður mikilvægur? Almenningstrimm er svo mikilvægt að óþarfi ætti að vera að færa rök fyrir því. Best er að reyna sjálfur, og ef líkamsrækt er gerð að lífsvenju þá þarf engin rök. TILFINNINGIN EIN TALAR SÍNU MÁLI. UNGMENNAFÉLAGAR Munið að kaupfélagsverslun er verslun heimamanna K.Þ. Húsavtk. SKINFAXI 11

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.