Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.08.1986, Síða 11

Skinfaxi - 01.08.1986, Síða 11
að það séu ekki fleiri lið sem hafa leikið þetta eftir. Ertu alveg búinn að snúa þér alfarið að þjálfun ? - Nei! Ég hef nú þjálfað yngri flokka í mjög mörg ár og svo mfl. núna þau síðustu, en nú í vetur þjálfa ég eingöngu þá yngri ásamt að æfa og leika með mfl. Eins og ég sagði áðan þá er ég alveg hættur með landsliðinu. Er mikill munur á launum íslenskra og erlendra þjálfara? - Nei ekki held ég það nú, en þeir ameríkanar sem komu hingað til að þjálfa og spila höfðu þó nokkuð góð laun. í dag fer það ekkert eftir af hvaða þjóðerni maðurinn er heldur hversu góður hann er og hefur mikla reynslu. Átti þetta tímabil að hafa erlenda þjálfara að vera svona stutt? - Nei! Þetta fór bara úr böndunum hjá félögunum, mest allt ljármagn þeirra fór til þessara manna, sem voru oft þeir einu sem fengu borgað fyrir þjálfun. Þannig að íslenska þjálfarastéttin var við það að deyja út, en þessir menn voru ekkert notaðir til að leiðbeina öðrum þjálfurum eða halda námskeið. Fara þjálfarar eitthvað erlendis á námskeið? Já við förum t.d. á námskeið í Bandaríkjunum og svo í Evrópu þar sem bandarískir þjálfarar leiðbeina, en eins og margir vita þá standa Bandaríkin fremst í körfuknattleiknum. Ég var t.d. að lesa nýlegt viðtal við landsliðs- þjálfara Spánar þar sem hann sagði að ef sama þróun héldi áfram í Evrópskum körfuknattleik þá væri von til að ná Bandaríkjunum á næstu 50 árum, svo mikill munur er á þessu. Torfi! Þú sagðir mér áðan að þú hefðir svo til eingöngu verið í körfuknattleik, fyrir utan smá tíma í sundi. Ertu viss um að þú gleymir ekki einhverju núna? - Gleymt einhverju, það held ég ekki. Jú!! heyrðu ég varð íslands- og bikarmeistari í blaki með Umf. Laugdælum, alveg var ég búinn að gleyma þessu. Við strákamir í ÍKÍ gengum allir í Umf. Laugdæli eða réttara sagt Leifur Harðar skráði okkur alla í félagið ef ske kynni að hægt væri að nota einhverja. Það fór svo að Leifur þóttist geta notað mig í liðið eða alla vega hópinn og unnum við íslands- mótið bæði árin sem við vorum á ÍKÍ 1978-80. Ég hafði nú ekkert komið nálægt blaki fyrr en þetta og heldur ekki eftir að við lukum ÍKÍ. Jæja Torfi segðu mér að lokum, fylgistu með öðrum íþróttum? Já ég fylgist mikið með knatt- spymunni og þá sérstaklega KR. En þar leikur uppáhalds leikmaður minn hann Jakob Þór Pétursson, og hef ég mikið dálæti á honum sem knattspymumanni. Annars fylgist ég nokkuð með öðmm íþróttum eins og tími og tækifæri gefast. Ég þakka þér kærlega fyrir spjallið og óska þér góðs gengis í framtíðinni. Guðmundur Gíslason á skákþrautum 1. Karl - Jóhann 3.Þröstur-Björgvin 1. Dxf8+! og Jóhann upp. 1 Kc8 3 Kxí'8 2. 4. Hd8 erhannmát, 2.Davíð - Margeir 1. Hd7! og Davíð vann, því að ef 1. - Dx7, þá 2. Rxi6+ Og drottningin fcllur. 1,- Rd4! 2. cxd4 Hxb2! 3, Dxb2 Bxd4+ og hvíta drottningin fellur. Björgvin vann auðveldlega. 4. Jón L. - Davíð 1, Rc5! Hxc5 2. Hd8+ Kh7 3. f7 Hcxc2+ 4. Kdl Hxb2 (ef 4. - Hcf2. þá 5. f8=D Hxf8 6. HxfS Rc6 7. Hf7+ Kh6 8. Hh8 mát) 5. Hh8+! og svartur gaf. Ef 5. - KxhS, þá 6. f8=D+ T/1i7 7. Hf7 mát. 5. Hannes - Karl 1. Hcxc5! bxc5 2. Hd7 Dc8 3. Bd3 g6 4. Dd5 Hf8 5. b6! (svartur hetur sig hvergi hrærl) Hb8 6. Rxb8 Dxb8 7. Bxg6 Dxbó 8. Hxf7 og svarlur gafst upp, því að hann er óverjandi mát. Skinfaxi 11

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.