Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.08.1986, Qupperneq 19

Skinfaxi - 01.08.1986, Qupperneq 19
Sigurður kveður Texti: Pálmi Gíslason Myndir: Skinfaxi Um það leyti er þetta 4. tbl. Skinfaxa kemur út er Sigurður Geirdal að láta af störfum framkvæmdastjóra UMFÍ, eftir rúmlega 16 ára starf. A haust dögum 1969 var kosin ný stjórn hjá UMFÍ, undir forystu hins kraftmikla hugsjónamanns Hafsteins Þorvaldssonar. Undirritaður var þeirrar gæfu aðnjótandi að sitja sem 1. varamaður stjórnarfundi fyrstu 4 ár þessarar stjómar og verða vitni að upphafi endurreisnarinnar. Eitt af því fyrsta sem stjómin var sammála um að framkvæma var að koma á fót þjónustumiðstöð og ráða framkvæmdastjóra í fullt starf. En fram að þessu hafði aðeins verið um hlutastarf að ræða hjá UMFÍ. Fyrri hluta árs 1970 var Sigurður Geirdal ráðinn til UMFÍ. Það reyndist mikið happ fyrir hreyfinguna. Áhugi og dugnaður einkenndu störf Sigurðar frá upphafi og urðu ríkur þáttur í þeirri miklu velgengni sem ungmennafélags- hreyfingin hefur búið við á undan- förnum ámm. Sigurður var og er fljótur að kynnast fólki og afar fljótur að meta stöðuna hverju sinni hvort sem um fámennan fund eða fjölmennt þing er að ræða, draga ályktanir og leggja síðan á ráðin um hvernig best verði að unnið. Undir hans stjórn var þjónustumið- stöðin sá staður er ungmennafélagar leituðu til. Þar gat fólk rætt málin og fengið upplýsingar og ráð. Margar skemmtilegar ferðir á þing og fundi höfum við farið saman. Það var alltaf gott að ferðast með Sigga, enda er hann ótrúlega mannglöggur og vel að sér um starfsemi einstakra félaga og héraðssambanda. Þá vil ég f.h. ungmennafélagshreyfing- arinnar þakka Sigurði fyrir hans mikla og fórnfúsa starf. Sömuleiðis vil ég f.h. stjómar UMFÍ þakka ánægjulegt samstarf og óska honum og fjölskyldu hans gæfu og gengis um ókomna framtíð. Ég vil sömuleiðis þakka Sigga vini nunum allt okkar mikla og nána samstarf á liðnum ámm. Ég veit að Siggi er og verður alltaf ungmenna- félagi og er langt í frá horfinn hreyfing- unni. Pálmi Gíslason Skinfaxi 19

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.