Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.08.1986, Qupperneq 23

Skinfaxi - 01.08.1986, Qupperneq 23
Bikarkeppni FRÍ 2. deild Texti: Jón Sævar Þórðarson Bikarkeppni 2. deildar fór að þessu sinni fram á Egilsstöðum og sá UÍA um framkvæmd hennar. Liðin sem þátt tóku í keppninni voru: UÍA og UMSE sem féllu úr 1. deild í fyrra, USAH og HSÞ sem komu upp úr 3. deild og UMSB og UMFK sem héldu sætum sínum í 2. deild síðast liðið sumar. UÍA-mönnum fórst framkvæmd keppn- innar vel úr hendi eins og við var að búast en það verður að segjast eins og er að völlurinn er slæmur og þyrfti að gera á honum ákveðnar bragabætur til að hann geti talist boðlegur fyrir mót sem þetta. Góður andi var ríkjandi báða keppnisdagana, menn skemmtu sér vel og létu keppnina fara fram innan vailar en ekki utan eins og því miður oft vill verða. Heimamenn höfðu umtalsverða yfirburði yfir önnur lið í keppninni og sigruðu mjög auðveldlega. Er vonandi að þeir geti stillt upp jafn sterku eða sterkara liði í 1. deildinni að ári. En þar sem 2 lið komast upp úr deildinni hélst rafmögnuð spenna báða keppnisdagana, því UMFK, USAH og UMSB börðust harðri baráttu um hitt sætið í 1. deild. Svo fór að UMFK seig framúr í lokin og tryggði sér 1. deildar sæti aðeins 2 árum eftir að frjálsíþrótdr voru endurvaktar af 30 ára svefni. UlA ætti að standa sig vel í 1. deildinni en róður Keflvíkinga verður áreiðanlega þungur. UMSB og USAH héldu sætum sínum í deildinni, USAH er í stöðugri sókn og sýnist mér vera staðið skynsamlega að málum þar. Er vonandi að áframhald verði á því. Nægur er efniviðurinn. UMSB er búið að vera í nokkrum öldudal undanfarin ár og er enn. Kannski tekst með hjálp og góðum vilja nýráðins framkvæmdastjóra að ráða frjálsíþróttaþjálfara árið um kring og skapa honum vinnuaðstöðu. Það yrði til bóta. Að þessu sinni féllu hin fomu stórveldi UMSE og HSÞ niður í 3. deild og er það ný reynsla, en vonandi góð fyrir Eyfirðinga. Ótrúlegt áhugaleysi gagnvart sambandinu er áberandi fyrir íþróttamenn á svæðinu. Ekki er verið að sakast við þá sem mættu til leiks heldur hina sem kusu að sitja heima í stað þess að fara með og berjast á toppi deildarinnar. Einhver ástæða er fyrir þessu andleysi og vonandi leggja mínir gömlu félagar höfuðið í bleyti og gera viðeigandi ráðstafanir. HSÞ hefur átt í erfiðleikum mörg undanfarin ár og mættu með langlakasta liðið til Egilsstaða. Eg ætla samt að leyfa mér að vera bjartsýnn fyrir hönd HSÞ meðan þeir halda áfrarn að reyna og gefast ekki upp. Kvennalið þeirra er í hæfilegri endurnýjun og framför. Þeir eiga nokkuð sterkt lið í yngri aldurshópunum og nýjir vellir rísa upp víða á svæðinu. Með þátttöku Húsvíkinga (og jafnvel án hennar) getur HSÞ aftur orðið stórveldi í frjálsum íþróttum. 100 m. hlaup kvcnna (mcðvindur) 1 Hclga Magnúsdóttir UlA 12,6 sek. 2-3 Ragna Erlingsdóttir IISÞ 12,8 " 2-3 Hólmfnður Erlingsd. UMSE 12,8 " 4-5 Mcttc Löyche USAII 12,9 " 4-5 Ilafdís Hafsteinsd. UMFK 12,9 " 6 Anna Björk Bjarnad. UMSB 13,0 " 400 m. hlaup kvcnna 1 Sólvcig Ámadóltir IISÞ 63,8 sck. 2 Anna Björk Bjarnad.UMSB 64,6 " 3 Ilclga Magnúsdóttir UÍA 64,8 " 4 Stcinunn Snorrad. USAII 66,5 " 5 Anna Gunnarsdóttir UMEK 67,6 " 6 íris B. Ámadóttir UMSE 76,0 " 400 m. grindahlaup kvenna 1 Stcinunn Snorrad. USAII 70,0 sek. 2 Guðrún Svcinsd. UÍA 71,8 3 Ilafdís Hafsteinsd. UMFK 72,1 4 Margrct Brynjólfsd. UMSB 73,8 5 Halldfs Höskuldsd. HSÞ 78,3 6 Ilalldóra Gunnlaugsd. UMSE 80,2 1500 m. hlaup kvcnna 1 Guðrún Svcinsd. UlA 5:10,4 mín. 2 Sólvcig Stcfánsd. USAH 5:16,4 " 3 Margrét Brynjólfsd. UMSB 5:29,3 4 Ilafdís Ilafstcinsd. UMFK 5:59,9 " 5 Sólveig Sigurðard. UMSE 7:30,0 " 200 m. hlaup karla (mcðvindur) 1 Egill Eiðsson UÍA 22,2 sek. 2 CeesvandeVcn UMSE 22,9 3 Sigurður Ingvarsson UMFK23.3 4 Einar F. Jónsson' UMSB 23,7 5 Guðmundur S. Ragnarss. USAII 24,2 6 Magnús Aðalstcinsson IISÞ 27,0 400 m. grindahlaup karla 1 Cor dc Jonge UMFK61,0sek. 2 Agnar B. Guðmundss. USAII 61,5 " 3 Bóas Jónsson UÍA 62,5 " 4 Sigurður Magnússon UMSE 65,6 " 5 Gunnar Jóhanncsson IISÞ 69,2 " 6 Birgir öm Birgisson UMSB 76,4 800 m. hlaup karla 1 Brynjúlfur IIilmarss.UÍA 2:05,9 mín. 2 Guðni Gunnarsson UMFK 2:07,9 3 Sigurður Jónsson UMSE 2:08,5 " 4 Ágúst Þorstcinsson UMSB 2:11,6 " 5 Bjöm Bjömsson USAH 2:15,4 " 6 Sigurjón Ármannss. IISÞ 2:29,4 3000 m. hlaup karla 1 Brynjúlfur Hilmarss. UÍA 9:00,7 mín. 2 Már Ilcrmannsson UMFK 9:17,7 3 Ágúst Þorsteinsson UMSB 10:02,3 4 Bcnedikt Björgvinss. IISÞ 10:07,4 5 Sigfús Jónsson USAII 10:23,9 " 6 Kristján Þorstcinss. UMSE 11:21,6 " 100 m. hlaup karla 1 Egill Eiðsson UÍA 10,9 sek. 2 CccsvandeVen UMSE 11,0 " 3 Sigurður Ingvarsson UMFK 11,4 " 4 Einar Freyr Jónsson UMSB 11,6 " 5 Indriði Jósafatsson USAII 11,7 " 6 Magnús Aðalstcinss. IISÞ 12,9 " 110 m. grindahlaup karla 1 Unnar Vilhjálmss. UÍA 16,0 sek. 2 CccsvandcVcn UMSE 16,1 " 3 Jcns Ililmarsson UMFK 16,9 " 4 Ilafstcinn Ó. Þóriss. UMSB 18,3 " 5 Agnar B. Guðmundss. USAII 21,7 " 110 m. grindahlaup kvcnna 1 Anna Björk Bjarnad. UMSB 16,4 sck. 2 Anna Gunnarsdóttir UMFK 16,5 " 3 Ragna Erlingsdóttir HSÞ 16,6 " 4 HólmfríðurErlingsd. UMSE 18,1 " 5 Þórdís Ilrafnkelsd. UÍA 18,5 " 6 Mctta Löyche USAII 18,9 " Skinfaxi 23

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.