Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.1987, Blaðsíða 7

Skinfaxi - 01.12.1987, Blaðsíða 7
vallarhúsi í haust. Félagið fékk styrk frá Mýrdalshrepp til verksins, og á að reyna að gera fokhelt í haust. í þessu húsi á að verða búningsaðstaða í kjallara, ásamt sturtum og salerni. “Við ættum að geta sagt til um það á þinginu eftir áramót hvort við getur haldið næsta héraðsmót”, sagði Guðný að lokum. Það hefur mikið verið rætt og ritað um sundlaugarleysi í Vík, og eru allir á einu máli um það hversu nauðsynleg framkvæmd það væri. Þá mundi sundkennsla barna fara fram hér, en ekki í næstu sýslu, og þá er orðinn meiri möguleiki á því að í framtíðinni verði keppt í sundi milli ungmennafélaganna í sýslunni. Sundlaugin á Klaustri er opin hluta af árinu, og nýtist fyrir sundkennslu á staðnum. En sökum smæðar hennar þá er varla grundvöllur fyrir sundkeppni í eldri flokkum í henni. íþróttahús yrði ekki síður vinsælt hjá íþróttafólki og áhugamönnum um boltaleiki, og myndi gjörbreyta aðstöðu til æfinga, t.d. í handknat- tleik kvenna, sem hefur alltaf verið æfður úti við misjafnar aðstæður, og körfubolta og blak sem hafa verið keppnisgreinar hjá okkur í nokkur ár. Þá hefur verið notast við Félagsheimilin Kirkjuhvol og Leikskála til skiptis, sem bjóða upp á óviðunandi aðstöðu fyrir þessar greinar. Stjórn USVS skorar á ráðamenn í sýslu og sveitarstjómum að athuga þessi mál fyrir alvöru, því að íþróttahús eða sundlaug verður ekki byggð á einum degi, og því fyrr sem eitthvað er gert í málinu því betra.” (Úr fréttabréfi)... Molar Garöarshólmi nefnist tímarit sem nú er nýkomið út. Það er Ungmennasamband V-Skaftfel- linga sem stendur fyrir útgáfunni og fyrirhugað að hún vrði árviss. Blaðið er í A-4 broti (tíma- ritsformi) og er fyrst og fremst hugsað fyrir fbúa á svæði USVS. Því er dreift í hvert hús í sýslunni og fjallar um starfsemi félaganna innan sambandsins. í fram- hjáhlaupi má einnig geta þess að Um frjálsar, nýtt tímarit FRÍ er ný komið út... UIA lagði síðasta fréttabréf sitt að miklu leyti undir íþróttir fyrir almenning. Þar skrifaði Hermann Níelsson pistil um þetta efni og er þar margt forvitnilegt að finna. Hermann telur almenningsiþróttir eiga undir högg að sækja innan íþróttahreyfingarinnar og álítur að breyta þurfi “núverandi skipan og skipulagi og taka upp nýjar starfsaðferðir í þeim málafloki sem snýr að hinum almenna bor- gara. Hermann vill að Trimmnefndin sem nú starfar in- nan vébanda ÍSÍ verði jafnrétthá hinum 18 sérsamböndum innan ISI. Valkosti við núverandi aðstæður segir hann vera þrjá og tilgreinirþá. í fyrstalagi telur hann rétt að sex héraðssambönd taki sig til og stofni sérsamband um íþróttaiðkun meðal almennings án tillits til keppni. “Slíkt sérsamband ynni í gegnum héraðssamböndin og félögin að markmiðum sínum.”, segir Hermann í fréttabréfi UÍA. í öðru lagi vill Hermann að lögum ÍSÍ verði breytt á þann veg að íþróttaþing 1988 kjósi samkvæmt tillögum, stjórn sérsambands til tveggja ára í senn til að skipuleggja íþróttaiðkun meðal almennings. í þriðja lagi vill svo Hermann að “ISI verði falið að skipa stjórn sérsambands (til aðgreiningar frá nefndum) sem hefði sjálfforræði til að vinna að markmiðum sínum bæði hvað varðar verkefnavalogfjáraflanir.” Hér annars staðar á síðunni er bent á gott gengi karlaliðs Tindastóls í körfuknattleik í 1. deildinni í vetur. Og Tind- stælingar, eins og þeir eru kallaðir á Króknum, þurfa sjálfsagt ekki að kvarta undan verðugum andstæðingum á næstunni. I nóvember var dregið í fyrstu um- ferð bikarkeppninnar í körfuknattleik og Tindstælingar fá Hauka í heimsókn á Sauðárkrók eftir áramótin. Þess má geta að í liði Hauka leikur nú Ingimar Jónsson en hann er fyrrverandi Tindstælingur. Ingimar þarf sjálfsagt ekki að búast við að hann verði tekinn silkihönskum í fyrsta bíkarleik sínum á þessu keppnistímabili... UIA menn eru duglegir við fjáraflanir þessa dagana. Nú nýlega gáfu þeir út jólamerki UÍA og hefur það fengið góðar viðtökur hjá velunnurum sambandsins. A merkinu er mynd af Eiðakirkju sem átti einmitt 100 ára afmæli á árinu sem er að líða. Þá er það einnig tilhlýðilegt að Eiðar skuli prýða merkið þar eð sá staður hefur til angs tíma verið "heimili" UÍA. En það eru fleiri sem gefa út slík jólamerki. Dalamenn (UDN) hófu í fyrra útgáfu slíks merkis og gera halda því áfram í ár. Það gera einnig Borgfirðingar... Skinfaxi 7

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.