Skinfaxi - 01.12.1987, Blaðsíða 26
Afmœli UMFI
Mynd 2
Samband íþrótta og "sniffefna"
Eins og sjá má eru hér um bil þrisvar
sinnum fleiri unglingar sem hafa
“sniffað” í hópi þeirra sem stunda íþróttir
sjaldnar en 1 sinni í viku. Munurinn á
þessum tveimur hópum er marktækur við
.01 markið samkvæmt kíkvaðrat prófi
(Chi square).
Þessar íslensku rannsóknamiðurstöður
sýna svo ekki verður um villst að þátttaka
í íþróttum og reglusemi á ávana- og
fíkniefni fara saman. Þeir unglingar sem
taka þátt í íþróttum nota mun síður tóbak
og “sniffefni” og neyta síður áfengis en
þeir sem engar íþróttir stunda. Eftir því
sem ég best veit eru engar rannsóknir til
hér á landi er fjalla um samband
íþróttaiðkunar og neyslu annarra
fíkniefna og þ ví ekkert um það að segja að
svo stöddu.
Enda þótt þær niðurstöður sem hér hafa
verið kynntar bendi eindregið til þess að
íþróttaiðkun hafi áhrif í þá átt að draga úr
neyslu unglinga á ávana- og fíkniefnum
þá verðum við að fara varlega í það að
draga afdráttalausar ályktanir um or-
sakasamhengi. í því sambandi ber að
nefna að samband íþrótta og þeirra þátta
sem hér hafa verið kannaðir eru að öllum
líkindum hluti af flóknu samspili margra
þátta. Því er nauðsynlegt ef traustar
niðurstöður eiga að fást, að skoða samspil
fleiri þátta en hér cr gert. Þá er afar
mikilvægt að skilja hvaða þættir það eru í
íþróttastarfinu sem einkum hafa áhrif í þá
átt að draga úr fíkniefnaneyslu. Diane
Gill (1986) komst að þeirri niðurstöðu
eftir að hafa kynnt sér fjöldann allan af
fyrirliggjandi rannsóknarniðurstöðum,
að fþróttaiðkun hafi mjög jákvæð áhrif á
andlega vellíðan fólks, dragi úr kvíða og
spennu og auki sjálfstraust. Mjög líklegt
er að þessi jákvæðu áhrif íþróttaiðkunar
leiði til þess að íþróttamenn hafi minni
þörf fyrir ávana- og fíkniefni. Þá er
líklegt að sú áhersla sem lögð er á heilbrigt
líf og sú fræðsla sem á sér stað um
skaðsemi fíkniefna samfara
íjjróttaþjálfun hafi hér einnig áhrif.
í þessu sambandi er rétt að hafa í huga
að áhrifamáltur íþróttastarfsins í
baráttunni gegn fíkniefnanotkuninni er
breytilegur eftir því h vernig íþróttastarfið
er skipulagt. Þjálfarar og leiðbeinendur
barna og unglinga eru í lykilaðstöðu til að
hafa áhrif á framgang mála. Leggi þeir
mikla áherslu á skaðsemi ávana- og
fíkniefna í daglegu starfi sínu við þjálfun
í{)rótla, verður allt íþróttastarfið áhri-
fameira í baráttunni gegn þessum vágesti.
Rannsóknir Buhrmanns (1977), sem
vitnað var í hér að framan, sýndu sterkara
neikvætt samband milli íþróttaiðkunar
annars vegar og neyslu áfengis og tóbaks
hins vegar, en þær niðurstöður sem
fengist hafa við athuganir hér á landi.
Þetta þýðir með öðrum orðum að þátttaka
bandarísku unglinganna sem Buhrmann
alhugaði, hafði meiri áhrif í þá átt að draga
úr reykingum og neyslu áfengis en
þátttaka íslensku unglinganna í
íþróttastarfi hafði á þessa sömu þætti.
Þessi munur var einkum mikill hvað
varðaði áfengisneysluna. Er það
hugsanlegt að íslenskir þjálfarar og
leiðbeinendur leggi ekki jafn mikla áher-
slu á skaðsemi áfengis og tóbaks fyrir
framm istöðu unglinganna og bandarískir
starfsbræður þeirra? Þegar á það er litið
að íslenskar kannanir sýna að íþróttir eru
langfyrirferðarmesti þátturinn í
tómslundastarfi unglinga á aldrinum 12-
15 ára (Þórólfur Þórlindsson 1987) blasir
það við að fáir hafa betri aðstöðu en
þjálfarar og leiðbeinendur til þess að hafa
heillavænleg áhrif á unglinga í þessum
efnum.
íþróttir gegn eitri
Hér að framan höfum við fjallað um
samband íþróttaiðkunar og neyslu ávana-
og fíkniefna. Niðurstöður okkar benda
eindregið lil þess að íþróttir gegni
mikilvægu hlutverki í baráltunni við
ávana- og fíkniefni. Ég hygg að
íþróttastarfið gæti skilað mun meiri áran-
gri í baráttunni við fíkniefni en nú er ef
meiri áhersla væri lögð á eftirfarandi 4
atriði.
1. Bætt aðstaða og breytt
skipulag
Iþróttastarfið gæti skilað mun meiri
árangri í barállunni við fíkniefni ef það
væri eflt verulega, t.d. með því að bæta
aðslöðuna til íþrótlaiðkunar en mikið
vantar á að börnum og unglingum sé
sköpuð aðstaða til þess að stunda íþróttir.
Sérstakt átak þarf að gera í því að ná til
unglinga á aldrinum 15 -20 ára en mikið er
um það að unglingar á þessum aldri hætti
í íþróttum. Margt bendir til þess að ein
meginástæða þessa sé sú að íþróttafélögin
hafi ekki bolmagn til þess að laka við
öllum þeim fjölda unglinga sem vilja
stunda íþróttir. Þessi skoðun hefur komið
fram hjá unglingunum jafnt sem
forráðamönnum íþróttafélaganna,
þjálfurum jafnt sem íþróttakennurum.
Einnig hefur verið bent á húsnæðisskort
og erfiðleika við að ráða þjálfara eða
umsjónarmenn til að sinna öðrum en þeim
bestu. Þá hcfur komið fram íviðtölum við
unglinga að töluvert væri um að þeir sem
vildu vera með, hrökkluðust frá vegna
þess að þeir fengju ekki að vera “inná”
nema stuttan tíma í einu, cða þá að þeir
kæmust ekki í keppnisliðið.
Afar mikilvægt er að efla íþróttastarfið
sem snýr að yngstu börnunum. Viðhorf
og venjur mótast mjög á aldrinum 5-10
ára og því er brýnt er að láta þessi ár ekki
fara til spillis.
Auk þess að efla starfið og bæta
aðslöðuna þarf líka að breyta skipulaginu
nokkuð fráþví sem nú er. Það hentarekki
öllum að iðka íþróttir við þau skilyrði sem
íþróttafélögin bjóða nú upp á. Af
niðurstöðum þeirra kannana sem gerðar
26
Skinfaxi