Skinfaxi - 01.12.1987, Blaðsíða 31
Afmœli UMFÍ
Kvennasveit HSK í boöhlaupi. Frá vinstri; Anný Ingimarsdóttir, Birgitta Guöjónsdóttir, Ingibjörg ívarsdóttir og
Unnur Stefánsdóttir. "Einstaka ungmennafélög eiga aö einbeita sér aö því aö skapa íþróttamönnum
sínum þannig aöstœöur aö þeir nái árangri á landsvísu", segir Þráinn Hafsteinsson í fyrirlestri sínum.
íþróttafélögin sjái um keppnis-
íþróttaiðkun og þann hluta almennings-
íþrótta sem bjóða verður þeim upp á sem
hvorki eru í skóla né í keppnisíþróttum.
íþróttaiðkun 20-35 óra
Þegar á þennan aldur er komið skilja
leiðir keppnismanna. Annarsvegar verða
þeir sem komast það langt að verða
keppnismenn á landsvísu (íslandsmeista-
rar og landsliðsmenn ) og hinsvegar þeir
sem halda áfram keppni án þess að ná svo
langt. Síðan skilur hluti þeirra sem
komust í landslið eða komust í fremstu
röð á landsvísu við hina og flokkast sem
afreksmenn. Þaðeruþeirsemkomastþað
langt að geta keppt við bestu íþróttamenn
annarra þjóða. Einslaka ungmennafélög
eiga að einbeita sér að því að skapa
íþróttamönnum sínum þannig aðstæður
að þeir nái árangri á landsvísu. Þegar
lengra er komið svo sem í landslið og
afreksflokk taka aðrir við.
Sérsambönd ÍSÍ sjái um undirbúning og
fjármögnun landsliðanna. Afreksmen-
nimir eiga hinsvegar að heyra undir
ákveðið samband sem sér um þá
fjárhagslega og að öllu öðm leyti.
Afreksmannasjóður, Olympíunefnd,
UMFI, ÍSÍ, ríkisvaldið og sveitarfélögin
eiga að sameinast um rekstur þessa sam-
bands. Veitingar úr afreksmannasjóðum
einstakra ungmennafélaga og og aðrir
styrkir skuli renna til þeirra íþróttamanna
sem era á leið upp í afreksmannaflokkinn
en þegar þangað er komið sér afreksman-
nasambandið alfarið um að þeir sem því
tilheyra verði skapaðar bestu mögulegar
aðstæður til að skara fram úr á
alþjóðavettvangi. Almenningsíþróttimar
eru í höndum ungmenna- og
íþróttafélaganna.
íþróttaiökun 35 óra og
eldri
Eftir 35 ára aldurinn sameinast
keppnisfólk, afreksfólk og almenningur í
iðkun almenningsíþrótta í keppnisformi
eða án þess. Skipuleg iðkun íþrótta eftir
35 ára aldur er besta forvömin gegn
velmegunarsjúkdómum nútímans.
Mikilvægt atriði er að gefa þeim sem alist
hafa upp við íþróttaiðkun tækifæri á að
halda áfram sér til heilsuviðhalds og
ánægju.
Leggja þarf áherslu á að kynna gildi
íþróttaiðkunar sem heilsubót. Bjóða þarf
upp á sem flesta möguleika til að stunda
íþróttir og á öllum tímum. Ungmenna- og
íþróttafélögin eiga að sinna þessum þælti
íþróttastarfsins og lítur nú út fyrir að gera
verði betur ráð fyrir þessu starfi í skipulagi
félaganna en verið hefur ekki síst vegna
mikillar aukningar í þessum aldurshópum
á næstu áram.
Hér hefur ýmsum hugmyndum verið
varpað fram, misgóðum eflaust og
misskipulega. Það er þó von mín að þær
eigi eftir að koma að gagni við
framtíðarstefnumótun ungmenna-
félagshreyfingarinnar.
Þráinn Hafsteinsson
Skinfaxi
31