Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.1987, Blaðsíða 28

Skinfaxi - 01.12.1987, Blaðsíða 28
Afmœli UMFÍ megi íþróttum meira í endurhæfingu og meðferð þeirra sem lenthafa í vandræðum vegna fíkniefnaneyslu (Kelly og Baer 1987). Því væri rétt að kanna hvort meiri áhersla á íþróttir í slíku endur- hæfingarstarfi skilaði ekki betri árangri en nú næst. Lokaoró Gildi íþrótta í nútímasamfélagi er mjög margþætt. Þær veita stórum hópum fólks hina mestu ánægju, bæði þeim sem iðka þær sem tómstundagaman og eins þeim sem njóta þeirra sem skemmtiefnis í fjölmiðlum eða á vettvangi. Á síðustu árum hefur athygli manna mjög beinst að gildi íþróttaiðkunar fyrir andlegt og líkamlegt heilbrigði og benda rannsóknir til þess að líkamsrækt og íþróttir séu veigamikill þáttur í nútíma heilsugæslu. Þá benda rannsóknir til þess að iþróttir hafi einnig uppeldislegt gildi (Þórólfur Þórlindsson 1987). Eins og sjá má af þessari upptalningu er gildi íþrótta í nútímasamfélagi mikið. Ekki verður betur séð af því sem að framan er sagt en að þeim fjármunum sem varið er til íþróttastarfsins sé vel varið. Þeir skila sér að öllum líkindum margfalt til baka í bættri andlegri og líkamlegri heilsu. Hér að framan nefndi ég sérstaklega fjögur atriði sem ég tel að vert sé að gefa gaum í því skyni að auka áhrif íþróttastarfsins í baráttunni við ávana- og fíkniefni. í stuttu máli má segja að þessi fjögur atriði feli í sér þrjár megin breytin- gar. í fyrsta lagi krefjast þær stóraukinnar og bættrar aðstöðu til íþróttaiðkunar. í öðru lagi gera þær kröfur um það, að hugsjónir þær um heilbrigði og hreysti sem lengst af hafa fylgt íþróttaiðkun séu aftur hafnar til vegs og virðingar. í þriðja lagi er um að ræða nokkra áherslu- brey tingu á starfi ásamt kröfum um aukna menntun íþróttakennara og leiðbeinenda. Af því sem að framan er sagt má ráða að verulega þarf að styrkja íþróttafélögin eigi þau að hafa bolmagn til þess að sinna þeim mikla fjölda sem vill leggja stund á íþróttir. Þá blasir við sú staðreynd að mikið vantar upp á að þeim mikla fjölda einstaklinga sem áhuga hefur á því að iðka íþróttir sér til skemmtunar og heilsubótar, innan íþróttafélaganna eða utan, sé búin til þess nauðsynleg aðstaða. Að því marki ber okkur öllum að stefna. Buhrmann, H. 1977, “Athletics and deviance: An examina- tion of the relationship be- tween athletic participaúon and deviant behavior of high school girls.” Review of Sport and Leisure 2 (June)17-35. Gill, D.L. 1986, “Psychological Dynamics of Sport”, Hu- man Kinetics Publishers, Inc., lllinois Kelly, FJ. og Baer, J.D. 1987, Physical Challenge as a Treatment for Delin- quency”. I Sport Sociol- ogy, Contemporary Them- es, ed. A. Yiannakis og fl. Þórólfur Þórlindsson, 1987, Uppeldi og íþróttir - nokkrar rannsóknar- niðurstöður um samband íþróttaiðkunar unglinga, námsárangurs og reglu- semi. í Samfélags- tíðindum. Ræktun lýðs og lands saga Ungmennafélags íslands 1907 -1982 Ungmennafélag Íslands75ára 1907-1982 Gunnar Kristjánsson tók saman Við viljum minna ykkar á þessa bók sem er nauðsynleg fyrir alla þá er vinna að og fylgjast með málefnum ungmennafélags- hreyfingarinnar. Þessi bók er til sölu hjá héraðs- samböndum, stjórnarmönnum UMFÍ og á skrifstofu UMFÍ. Bókin kostar sem fyrr aðeinskr. 1000 28 Skinfaxi

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.