Skinfaxi - 01.12.1987, Blaðsíða 25
Afmœli UMFI
Hefur þátttaka í íþróttum
fyrirbyggjandi áhrif á neyslu
ávana- og fíkniefna?
Erlendar rannsóknir sýna að unglingar
sem stunda íþróltir neyta mun síður
ávana- og fíkniefna en þeir sem engar
íþróttir stunda. Þannig sýna athuganir
Buhrmanns (1977), sem byggðar eru á
857 stúlkum frá Iowa fylki í
Bandaríkjunum, sterka neikvæða fylgni
milli reykinga og áfengisneyslu annars
vegar og þátttöku í íþróttum hins vegar.
Það gætir með öðrum orðum sterkrar
hncigðar í þá áu að því meiri sem þátttaka
unglinganna er í íþróltum, því minna
reykja þeir og drekka.
Því miður er sáralftið til af íslenskum
rannsóknum um þessi efni og fátt bendir
til þess að þær fari vaxandi á næstu árum
nema til komi sérslakt átak af hálfu
stjórnvalda. Það litla sem til er af
íslenskum rannsóknum bendir þó ein-
drcgið til þess að svipaðar niðurslöður séu
uppi á teningnum hér á landi (Þórólfur
Þórlindsson 1987). Áður en lcngra er
haldið er rétt að gera nánari grein fyrir
tiltækum íslenskum rannsóknar-
niðurstöðum um samband íþróttaiðkana
og ncyslu ávana- og fíkniefna .
Reglusemi og
þátttaka í íþróttum:
Nióurstöður úr
íslenskum rannsóknum
í grein sem birtistí Samfélagstíðindum,
blaði þjóðfélagsfræðinema við Háskóla
íslands, fyrr á þessu ári gerði ég grein fyrir
niðurstöðum úr þremur könnunum sem
gerðar voru á árunum 1978 til 1983 og
lutu að uppeldislegu gildi íþróttaiðkunar
unglinga (Þórólfur Þórlindsson 1987). í
könnunum frá 1981 og 1983 kemur fram
að því meiri sem íþróttaiðkun unglin-
ganna er, því minna reykja þcir og drekka.
Þess ber þó að geta að sambandið milli
íþróttaiðkunar og áfengisneyslu er ekki
marktækt fyrir könnunina frá 1981
(Þórólfur Þórlindsson 1987). Þá sýna
niðurstöður úr könnuninni frá 1983 að
fylgnin milli íþróltaiðkunar og
áfengisneyslu erfremurlítil endaþótthún
sé marktæk við .05 markið (Þórólfur
Þórlindsson 1987). í þessu sambandi er
rétt að geta þess að þau gögn sem byggt er
á í þessum tveimur könnunum hvað
áfengisneysluna varðar, eru takmörkuð
við 14 og 15 ára unglinga og því ekki vel
fallin til þess að meta samband
áfengisneyslu og þátttöku í íþróltum. Hér
hefði verið æskilegra að hafa upplýsingíir
um unglinga á aldrinum 14 til 20 ára.
Sambandið milli íþróttaiðkunar og
reykinga er hins vegar mun sterkara. Það
má túlka svo að verulegrar hneigðar gæti
í þá átt að því meiri sem þálttaka unglinga
í íþróttum er, því minna reykja þeir. Til
}>ess að sýna bctur hvað í þessu sambandi
felst, hef ég gert súlurit sem sýnir sa-
manburð á þeim sem stunda í|)róttir einu
sinni, tvisvar sinnum í viku eða oftar, og
þcim sem stunda íþróttir sjaldnar en einu
sinniíviku með tilliti tilreykinga. Mynd
1 sýnir hundraðshluta þeirra sem reykja 1
pakka af sígareltum á dag eftir því hve oft
í viku þeir stunda íþróttir. Myndin er
byggðá upplýsingum frá358 börnumog
Þórólfur Þórlindsson
unglingum á aldrinum 12-15 ára.
Mynd 1
Eins og sjá má á myndinni er allverulegt
samband milli þess hve oft í viku menn
æfa íþróttir og þess hversu mikið menn
reykja. Þannig reykja aðeins 7,6 % þeirra
unglinga sem stunda íþróttir 2 sinnum í
viku eða oflar. Sambærileg tala fyrir þá
sem ekki stunda íþróttir er hinsvegar
27,4% eða nær fjórum sinnum hærri.
Munurinn á þessum tveimur hópum er
marktækur við .01 markið samkvæmt
kíkvaðrat prófi.
I könnunum frá 1981 og 1983 voru
einnig upplýsingar um það hvort unglin-
garnir hefðu “sniffað” eða ekki. Unglin-
gunum var skipt í tvo hópa. Annars vegar
eruþeirsemæfaíþróttirsjaldnaren 1 sinni
í viku en hins vegar eru þeir sem æfa
íþróttir 1 sinni í viku eða oflar. Mynd 2
scm byggð er á upplýsingum frá börnum
og unglingum á aldrinum 12-15 ára sýnir
sambandið milli íþróltaiðkunar og
“sniffs”.
Iþróttaiðkun og reykingar
30"
20-
æfa ekki íþ.
æ. lx í viku
æ. 2x í v.
ío-
1983
Skinfaxi
25