Skinfaxi - 01.12.1987, Blaðsíða 12
Þeir eru sjálfsagt ekki margir sem fara
tvítugir til liðs við sterkt lið í v-þýsku
Bundesligunni, einni sterkustu handknat-
tleikskeppni í heimi. Og eiga þá að baki
landsleiki og hafa leikið í heimsmeistar-
akeppni A liða 18 ára að aldri. Enda hefur
það sýnt sig að Gunnar er maður með
mikla reynslu sem hann hefur nýlt vel.
Hann á sjálfsagt stærstan þátt í því að gera
Stjörnuna, kornungt félag, að einu
sterkasta handknattleiksliði á íslandi,
koma Stjörnumönnum úr 3. deild í þá 1. á
þremur árum.
Heppni á sjálfsagt einhvern þátt í þes-
sum ferli. í FH ólst hann upp meðal
nokkurra bestu handknattleiksmanna sem
komið hafa fram á íslandi.
“Ég lék með FH í öllum yngri
flokkunum”, segir Gunnar. “Við urðum
íslandsmeistarar í fjórða, þriðja og öðrum
flokki. Síðan lék ég með meistaraílokki í
þrjúár.frásautjánáraaldri til tvítugs. Þar
urðum við Islands- og bikarmeistarar
sama árið, 1974. Þarna var auðvitað val-
inn maður í hverju rúmi. Ólafur bróðir,
Gils Guðmundsson, Birgir Björnsson og
Geir Hallsteinsson. Viðar Símonarson,
Þórarinn Ragnarsson, Auðunn
Óskarsson, Örn Sigurðsson og
Guðmundur Ami Stefánsson. í markinu
spiluðu Kristófer og Hjalti Einars, Birgir
Finnbogason. Þetta var hörku gott lið.”
Úr þriöju í fyrstu deild
Það er síðan árið 1975 að Gunnar fer til
V-Þýskalands.
“Það var strax eftir stúdentspróf. Ég var
í Göppingen, sem errétt hjá Stuttgart. Þar
var ég í fjögurkeppnistímabil, frá '75 til
'79. Frá ’79 til ’80 var ég síðan í Bremcn,
spila þar í eitt ár. Það má segja að það hafi
veriö á leiðinni heim.”
“Þegar ég kom aftur heim spilaði ég
meö meistaraflokki FH í eilt ár, frá ’80 til
’81. Sama ár fer ég aðþjálfa Stjömuna og
þjálfa þá í þriðju deild. Strax það ár
vinnum við okkur upp í aðra deild. Ég er
þar áfram og næsta ár vinnum við okkur
upp í fyrstu deild. Þriðja ár mitt hjá
Stjörnunni endum við í fjórða sæti í fyrstu
deild. Égbyrjasíðan að þjálfa Stjörnuna
fjórða árið cn hætti þar um áramót.
Samhliða þessu skeiði mínu hjá
Stjörnunni tók ég við starfi sem íþrótta- og
tómstundafulltrúi Garðabæjar. Byrja í
því '81 og er til haustsins '84. En mig var
farið að þyrsta í að læra dálítið meira um
það sem ég hafði að hluta til verið að fást
— Viðtalið
við. Ég ákvað því að fara utan til náms og
fór úl Osló í íþróttaháskóla, haustið "84.
Fæ þá leyfi frá störfum til að fara að læra
í Noregi. Nú er ég menntaður
íþróttakennari með sérstaka áherslu á
heilsufræði og íþróttalíffræði. Ég kom
heim úr því námi síðastliðið vor”, segir
Gunnar Einarsson. Kom fró námi
síóasta vor.
Gunnar.
I Osló lék Gunnar með liði sem heilir
Fredensborg/Ski og gerði það gott.
“Við urðum bikarmeistarar og unnum
þá úrslitakeppni fjögurra efslu liða. Árið
eftir þjálfaði ég það lið en hætú að spila
með. Þá náðum við þar öðru sæú í norsku
meistarakeppninni, ’85 úl ’86. Næsta
keppnistímabil tók ég mér frí frá hand-
boltanum, var eingöngu í skólanum.
Nú, svo spilaði ég einnig í
unglingalandsliði og landsliði. Spilaði í
heimsmeistarakeppninni 1974 í A-
Þýskalandi, þá yngsti þátttakandinn 18
ára. Einnig í Danmörku ’78.”
-Við dveljum ekki lengi við þennan
litríka feril Gunnars, viljum heldur heyra
af hans starfi í Stjörnunni nú og
viðhorfum hans til ýmissa mála sem eru
ofarlega á baugi í íslenskum handknat-
úeik í dag.
Stjarnan í Evrópu-
keppni
-Ungt lið sem “skyndilega” er komið í
Evrópukeppni. Hvaða þýðingu hefur það
fyrir liðið?
“Stjarnanerjúungtliðogefnilegt. Þeir
vinna bikarkeppnina í fyrra og komast þar
með í Evrópukeppni í ár. Það hefur
auðvitað geysilega þýðingu fyrir svona
unga menn að hefja svo til feril sinn á því
að taka þátt í Evrópukeppni. Þetla er svo
mikið öðruvísi verkefni en þeir eiga að
venjast í venjulegu íslandsmóti.
Evrópukeppni krefst meiri og allt öðru vísi
undirbúnings. Það er meira að ske í krin-
gum þctta. Og þama kynnast þeir
alþjóðlegum bolla. Fyrir þjálfarann er
þetta einnig geysilega mikilvægt. Við
þessar aðstæður færðu meiri upplýsingar
um leikmenn heldur en bara í gegnum
æfingar. Þú ert mcð lcikmönnum stöðugt
í nokkra daga. Býrð á hóteli og þarft að
umgangastþá allan daginn. Þú sérð nýjar
hliðar á hverjum um sig. Kynnist
persónunum betur. Hvernig þessir mcnn
virka sem hópsálir og svo framvegis.
Þetta hjálpar þjálfaranum náttúrulega að
velja framlíðarleikmenn.”
-Eru ekki þarna strákar hjá þér sem
koma nánast beint inn í meistaraflokk úr
öðrum flokki og fara svo úl beint í
Evrópukcppni?
“Jú, jú, það eru þama leikmenn um
tvítugt sem hafa ekki langan handbolta-
feril að baki. Þeir búa að þessu í langan
tíma, hljóta að vera framúðarleikmenn
félagsins og láta mikið að sér kveða í
framtíðinni. Þess vegna er mjög
mikilvægt að þeir fái svona verkefni þetta
ungir. Leika til dæmis í unglingalandsliði
eða jafnvel landsliði.”
Spurning um fjðr-
festingu
“Það má líta á þetta sem ákveðna
fjárfestingu. Þeir eru að fjárfesta þarna.
Síðan taka þeir þelta út seinna meir i
aukinni reynslu og klókindum og kunna
þá að haga sér við svipaðar aðstæður. Það
er mikilvægast fyrir unga menn sem fara
erlendis til keppni, að ná því að einbeita
sér að einum leik og láta ekkert annað hafa
áhrif á sig. Venjulega eru ungir strákar
uppfullir af undrun, fylgjast með um-
hverfinu. Láta allt hafa áhrif á sig og
gleyma því að þeir eru að fara að spila
handboltalcik. Höllin, áhorfendur, rútan,
hótelið. Skógurinn og fjöllin. Alltþetta
dregur athyglina frá aðalatriðinu, lciknum
sjálfum. En mönnum læristþetta og þarna
kemurþjálfarinn auðvitað inn í myndina.
Því fyrr scm þessi reynsla fæst, því betra.
Nú er Stjarnan búin að vera tvisvar í
Evrópukeppni. Það nýtist mönnum alveg
áreiðanlcga. Það májafnvel líta þannig á
dæmið að þcssi reynsla sé þrjú mörk sem
geti ráðið úrslitum. Það verður að reikna
allt út frá þessu sjónarmiði, hvað leggur
12
Skinfaxi