Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.1987, Blaðsíða 32

Skinfaxi - 01.12.1987, Blaðsíða 32
Afmœli UMFI Félagsmálafræðslan og menntakerfið Ég mun í þessu crindi fjalla uin fclagsmálafræðslu á vegum vegum frjálsra fclagasamtaka, félagsmála- fræðslu í skólum og samstarf þessara aðila. í upphafi vil ég útskýrahvaðhcrcr átt við mcð orðinu félagsmál og félagsmálafræðsla. Félagsmál cru alltjiað sem viðkemur slarfsemi félaga, einkum og sér í lagi hinna frjálsu félagasamtaka svo sem ungmenna- og íliróttafélaga svo dæmi sé tckið. Félagsmálafræðsla cr því hvers kyns fræðsla um félagsmál. Umfjöllun mín verður að mestu leyti um hlut ungmennafélagshreyfingarinnar í félagsmálafræðslu fyrr og nú, og samstarf hennarþarum við opinbcra aðlia. Eg mun ckki setja fram ákveðnar tillögur um framtíðarskipan þcssara mála og kann því svo að fara að mál mitt vcki flciri spurnin- gar cn það svarar. Vonandi verður það })ó til þess að umræður skapast um málið hér á eftir. Menntakerfið Þess er skemmst að minnast að mcnntakerfi okkar hefur að undanförnu sætt vcrulegri gagnrýni. Nægir í því sambandi að minna á nýlcga skýrslu Mcnntamálaráðuncytisins um íslcnskukcnnslu og stærðfræðikcnnslu í framhaldsskólum. Öll slík gagnrýni cr af hinu góða svo lcngi scm hún cr vönduð og málefnalcg. Miklar kröfur cru gcrðar til mcnntakcrfisins scm vonlcgt cr. Við teljum okkur vcra vel mcnntaða bókaþjóð og ætlum jafnvel að fara að flytja út hugvit ístórum stíl. Burtséðfráþessucróhættað fullyrða að sjaldan cða aldrei hefur hlutverk mcnntakcrfisins verið mikilvægara en einmitt núna. Fyrirþcssu cru ýmsar ástæður og vil ég tilgreina eftirfarandi: 1. Aðrir þcir aðilar sem tóku þátt í mcnnlun fólks eiga nú undir högg að sækja. Má íþví sambandi nefna hcimilið, frjáls félagasamtök o.fl. 2. Á tímum fjölmiðla- upplýsinga- og fjarskiptabyltingar vcrður hver einslak- lingur fyrir mun mcira árcili úr ýmsum áttum en áður var. í þessu felast að sjálfsögðu bæði koslir og gallar. Einn gallinn cr t.d. sá að nú þurfa einstaklingar að glíma við fleiri en eitt tungumál í sínu daglega lífi. Afleiðingin verður m ,a. sú að móðunnálið á undir högg að sækja. Ábyrgð sjórnvalda er }iví mikil í þessu máli þar sem mál okkar og menntun er annarsvegar. Það ber hins vegar að varast að líta svo á að hér sé aðeins um að ræða mál stjórnvalda eða einhvers ráðuneytis. Hér })urfa allir að leggjast á eitt, stjórnvöld félagasamtök og einstaklingar. Óne- itanlega hafa fyrrgreindir aðilar allir lagt nokkuð af mörkum til menntunar og þroskaeinstaklingsins. Hlutverk foreldra og heimilis er að sjálfsögðu mikið við uppeldi og þroska barna og unglinga. Mcð brcyttum þjóðfélagsháttum fer ekki hjá því að hluti af framlagi foreldra og hcimilis færist til dagvistarstofnana af ýmsu tagi. Því er nauðsynlegt að búa þannig að dagvistarslofnum að þær geti sem best sinnt sínu hlulverki. Hitt er jafnljóst að dagvistarslofnanir koma aldrei alfarið í stað foreldra og heimilis. Það eru })ví miður harla algeng viðbrögð að skella skuldinni á menntakerfið og dagvistakerfið ef illa tekst til með uppcldi og þroska einstaklinga. Félagsmálaskóli þjóöarinnar Þá cr komið að aðalmáli þessa fyrirlestrar þ.e.a.s. hlutverki hinna frjálsu félagasamtaka í þágu mcnntunar og })roska einstaklinga. Hér koma að sjálfsögðu mörg félagasamtök við sögu cn hér er fyrst og fremst til umræðu þáttur ungmennafclagshreyfingarinnar. Það hefur oft verið haft á orði að ungmcnnafélagshreyfingin hafi verið og sé “félagsmálaskóli þjóðarinnar”. Mörgum þykir eflaust að hér sé tckið stórt upp í sig, en vissulega cr hægt að styðja Helgi Gunnarsson þctta þungum rökum. Hér verður ekki farið ú t í það að líunda þau rök í einstökum alriðum en drepið skal á cftirfarandi. 1. Ungmennafélögin voru lengi vel meginuppistaða alls félagslífs, einkum í hinum dreifðu byggðum landsins. Flestir gengu í ungmennafélög á unga aldri og öðluðust þar sína fyrstu reynslu í félagsmálum. Hlutur ungmenna- félaganna í frjálsu félagsslarfi er enn ver- ulegur, þó vissulega hafi margskonar önnur félagsstarfscmi bæst við. 2. Auk hefðbundins félagsstarfs veita ungmennafélögin skipulega félagsmálafræðslu og var Félags- málaskóli Ungmennafélags íslands form- lega stofnaður árið 1970 . Einhvcr merkasti þátturinn í starfi ungmennafélagshreyfningarinnar er án efa samstarf við Æskulýðsráð Ríkisins um gerð námsefnis fyrir félagsmálafræðslu. Árið 1973 var lagt fram námsefni fyrir svokallað “Félagsmálanámskeið I” og var það árangur fyrmefnds samstarfs. Þess má gcta að mikill hluti þessa námsefnis var upprunnið hjá ungmenna- félagshrcyfingunni og hafði vcrið nolað þar við félagsmálafræðslu. Jafnframt kynningu á nýju námsefni var haldið l'eiðbeincndanámskcið mcð þátttöku fulllrúa flestra þeirra samtaka sem vinna að æskulýðsmálum í landinu. Scgja máað ungmennafélagshreyfingin hafi haft frumkvæði í málinu og fylgt því eftir. Stuðningur hins opinbera var sem fyrr segir í gegnum Æskulýðsráð rfkisins, fyrst og fremst í formi fjárhagsaðstoðar, en cinnig var um verulegt samstarf að ræða við samningu og gerð námsefnisins. Auk þess að kosta útgáfu námsefnis og leiðbcinendamenntun veitti Æskulýðsráð ríkisins sérstakan fjárstuðning vegna 32 Skinfaxi

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.