Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.1987, Blaðsíða 18

Skinfaxi - 01.12.1987, Blaðsíða 18
Ungmennaskipti "Kem áreiðanlega aftur til Islands" “Mig hafði alllaf langað til að fara til íslands, cg veit eiginlega ekki af hverju. Eg varð þess vegna afskapiega ánægð þegar cg fékk þetta tækifæri til að koma.” CeciliaLundholm cr 19 ára gömul, sænsk, frá Miðlöndunum í Svíjijóð og hefur mikinn áhuga á heslum. Einnig úliveru, villtri náltúru og því að kynnast nýju fólki. Það er því kannski ekki undarlcgt að hún hafi gripið tækifærið Jicgar henni bauðst að fara til íslands og dvelja þar í a.m.k. J>rjá mánuði yfir sumartímann og kynnast landi og })jóð. Eldfjöll og slœmir vegir Cecilia hefur starfað í hinum svonefndu 4 H samtökum í Svijijóð og er fyrsti un- glingurinn sem kemur til íslands í svonefndum ungmennaskiptum scm UMFÍ er nýlega orðinn aðili að. Cccilia var í þrjá mánuði norður í Svarfaðadal, á bænum Dæli þar sem hún var scm ein af fjölskyldunni. Hcnni likaði svo vcl við Iand og Jijóð að hún ákvað að vcra hér áfram, að minnsta kosti til áramóta og vinna sér inn pcning. Hún er nú stödd á Hornafirði en þangað fór hún á síldarvcrlíð í október. Áður en hún fór þangað var hún tckin tali. Hún var spurð hvaða hugmyndir hún hafði gcrt sér um ísland áður cn hún kom hingað. “Cecilia brosir. Eldfjöll, hverir, fiskveiðar, jcppar og slæmir vegir. Ansi yfirborðslcg mynd, sé ég núna. Ég hafði lesið nokkuð um landið cn })ar fann ég lítiö um ísland nútímans, aðallega var talað um íslendingasögurnar, fyrri tíma. Sannar- lcga lítið um íslendinga nútímans. Þannig að ég fékk dálítið sjokk }>cgar ég kom hingað”, bælir hún við, brosandi. “"Kullursjokk”, myndi það kallast í Svíþjóð. Eilt var það sem ég tók eflir þegar ég kom út af flugvellinum voru allir þessir fínu bílar. Óskaplega mikið af fínum bílum. Ekki svo mikið af jcppum”, segir Cecilia. “Og malbikaðir vegir. En þetta sýnir sjálfsagt hvað ímyndunaraflið gerir })Cgar maður hefur takmarkaðar upplýsingar um land og þjóð. Ég var lítið í Reykjavík þegar ég kom til landsins. Fór fljótt norður. En þegar ég kom út á land var citt sem ég tók fljótlega eftir, hvað var mikið af hállkláruðum hlutum. Hús, t.d. og Cecilia Lundholm: "Vildi frekar vera í sveit..." umhverfi þeirra. Tíu ára gömul hús scm ckki er cnn búið að mála. Mér sýnist þetta ciga jafnt við um Reykjavík sem aðra slaði ])ar sem ég hef komið hér á landi. Þella er allt öðruvísi hcima. Þar er þetta hreinlega bannað. Ég er ekki að segja að íslcndingar séu ósnyrtilegiren af cinhver- jum ástæðum er húsum skcllt upp óg svo er hálfkarað umhverfis þau. Húsin oft ómáluð og svo framvegis. Þetla stingur svolílið í slúf við velmegunina hér á landi. Þctta cru auðvitað hlutir scm ég veiti ekki svo mikla alhygli núna cn }>egar maður kcmur til ókunnugs lands reynir maður alltaf, ósjálfrátl, að bera }>að saman við það sem maður }>ekkir úr sínu heimalandi.” -Hvað mcð lungumálið. Hefurðu lærl einhvcrja íslensku í sumar? “Nci, það get ég ckki sagt. Óskar og Lina (“forcldrar” Ceciliu á Dæli) tala sænsku, Lina cr norsk. Það þróaðist því þannig að við töluðum alltaf saman á sænsku. Björk dótlirþeirra talaði ég við á cnsku. “Amma og afi” töluðu aðcins íslensku og því var lítið um tjáskipti okkar í milli ncma Lina væri til staðar. Fólkið í sveitinni talaði eins konar blöndu af dönsku og íslensku við mig. Að koma lil Reykjavíkur var fyrir mig cins og að koma ti 1 hverrar annarar borgar íheiminum, fannstmér. Enþcgarégkom í sveilina fannst mér ég fyrst kynnast Islcndingum. Ég kynnlist fólkinu auðvitað svo náið. Sveitafólk hefur eitthvaö meira viö sig Ein af ástæðunum fyrir að ég valdi aðvera í sveit var, að ef ég hcfði vcrið Rcykjavík hcfði ég ekki kynnst lífi sambýlisfólks míns nema að hálfu leyli. Mcð því að fara í svcit gat ég hins vegar vcrið slöðugt mcð fólkinu, við störf og lcik. Einnig að fólk í Reykjavfk til að mynda, er svo ósköp líkt sænskum borgarbúum. Sveitafólk hefur hins ■ vcgar eitthvað mcira við sig. Ég get ekki útskýrt þctta almennilega. Svcitafólk er í svipuðum fötum og býr við svipuð lífsgæði. En það hcfur samt sín sérkenni. Mér fannst ég vera að kynnast íslandi og íslendingum á mcðan ég var fyrir norðan.” -Hafðirðu vcrið í sveit áður? “Ég hafði aldrci búið í sveit áður. Ég á hcsta í Svíþjóð cn þcir cru í sérstökum hesthúsum rétt utan við bæinn þar sem ég á heima.” -Þú hcfur sem sagt verið að upplifa 18 Skinfaxi

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.