Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.1987, Blaðsíða 20

Skinfaxi - 01.12.1987, Blaðsíða 20
Stefnir í einvígi UIA og Tindastóls Körfuknattleiksliö UÍA Körfuknattleikslið UÍA hefur staðið sig vel í 1. deild karla í Islandsmótinu en þeir komu upp úr annarri deild síðastliðið vor og hafa ekki tapað leik. Skinfaxi rabbaði stuttlega við þá Unnar Vilhjálmsson, þjálfara og leikmann liðsins, og Stefán Friðleifsson. UÍA náði í fyrra liði sínu upp í 1. deild. Það scm af er lcikárinu hafa þeir sýnt að þeir eru vel að því komnir því þeir hafa ekki tapað leik hingað til. Síðastunnu þeir Skallagrím úr Borgarncsi með 71 stigi gegn 57. Unnar Vilhjálmsson sem sjálfsagt er þekktastur sem frjálsiþróltamaður, er þjálfari liðsins og leikur jafnframt með því. Skinfaxi ræddi sluttlega við Unnar um stöðuna. “Við crum nú komnir í langa pásu cftir leikinn við Skallagrím um hclgina”, sagði Unnar fyrst. “Við leikum ekki aflur fyrr en um miðjan janúar mánuð. Annars er það hálf einkcnnilegt hvcrnig niðurröðunin cr í mótið. Við crum til að mynda búnir að leika tvöfalda umfcrð við Skagamcnn cn eigum eftir önnur lið cins og HSK og Tindastól. Það vcrður rcyndar nokkuð spennandi með lcikina við Tindastól. Fyrsti lcikurokkíu'cfliráramót vcrður cinmitt við Tindastól, 16. janúar, og síðasti leikur okkar í deildinni vcrður einnig við þá.” -Má þákannski segja að þcir leikir verði úrslitaleikir deildarinnar, nú cru þeir ein- nig ósigraðir? “Jú, ætli það megi segja að það stcfni í einvígi milli Tindastóls og UIA. Annars er dálítið erfitt að geta sér til um stöðu liðanna á þessu stigi. Það er eins og mörg liðin séu cnn dálílið rykkjótl. Tindastóll marði til dæmis sigur yfir Stúdcntum en við unnum þá hins vegar með 10 eða 12 stigum. Svocruliðscmgclasettstrikírcikning- inn. Þar má nefna HSK sem dæmi. Þcir cru alltaf erfiðir við að ciga.” -Og hvað þá með mannaflann sem ætlar sér að vinna 1. deildina í vctur, hafa orðið miklar breytingar á liðinu frá því síðasta vctur? Stefán Friðleifsson, einn burðarásanna í liðinu svarar því. “Það hafa orðið nokkrar brcytingar. Við höfum misst eina tvo góða menn suður en aðrir hafa komið i slaðinn. Þar má ncfna Valdimar Júlíusson cn hann lék síðast með Þór frá Akurcyri og cr liðinu inikill styrkur. Við eru með síst verra lið nú cn í fyrra.” Unnar samsinnir því. “Flestir liðsmenn erubúsettiráEgilsstöðum ívetur. Þaðeru nokkrir reyndar scm koma fráEiðum. En rúmlcga helmingur liðsins cr hér á Egilsstöðum.” -Og þið hafið ágætis hús til æfinga. “Jú, þó þelta sé bara hálft hús hér á Egilsstöðum, þannig að við spilum á velli sem er yfirleilt æfingavöllur í fullslórum húsum, kvörlum við ckki neittóhcyrilega. Hins vegar höfðum við ekki ncma tvær æfingar á viku í íþróttahúsinu hérna þar lil alveg nýlcga að þriðja æfingin cr að nást inn. Þannig að nú er þetla að vcrða alvcg þokkalcgt.” 20 Skinfaxi

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.