Skinfaxi - 01.12.1987, Blaðsíða 27
hafa verið á viðhorfum unglinga til íþrótta
og æskulýðsmála má ráða að stór hópur
unghnga sækist ekki eftir því að æfa
íþróttir viðþau skilyrði sem íþróttafélögin
bjóða upp á í dag (Þórólfur Þórlindsson
1987). Hér er um að ræða unglingasem
vilja gjarnan koma og æfa íþróttir þegar
þeim hentar með þeim sem þeir vilja. Þeir
vilja vera lausir við þann aga sem skipule-
gar æfingar undir stjóm þjálfara leggja
þeim á herðar. Þeir vilja einfaldlega leika
sér í íþróttum með kunningjum sínum eða
foreldrum. “Það væri lang sniðugast að
geta bara farið í körfu- eða handbolta
þegar maður er í stuði og hefur ekkert
annað að gera”, eins og einn viðmælanda
minna úr könnuninni frá 1981 komst að
orði.
Skipulag sem gefur unglingum
tækifæri til þess að koma þegar þeim
hentar og með þeim sem þeir vilja er t.d.
að finna í sundi og skíðaíþróttum. Enda
— Afmœli UMFÍ --------------------
2. Aukin fræðsla um skaðsemi
ávana- og fíkniefna í
tengslum við fþróttaþjálfun.
Gera má allt íþróttastarfið áhrifameira í
baráttunni gegn ávana- og fíkniefnum
með því að fá þjálfara og leiðbeinendur
bama og unglinga til þess að fræða þau
markvisst um skaðsemi ávana- og
fikniefna í daglegu starfi sínu við þjálfun
íþrótta. í þessu sambandi hygg ég að til
þurfi að koma veruleg endurskoðun á
menntun þjálfara og leiðbeinenda. Eins
og málum er nú háttað er menntun þjálfara
og leiðbeinenda hér á landi oft mjög
ábótavant. Hin ýmsu sérsambönd innan
UMFI og ÍSÍ hafaí mismiklum mæli sinnt
menntun þjálfara og leiðbeinenda. Skort
hefur heildarskipulag í fræðslumálum
þjálfara, bæði hvað snertir grunnnám og
námskeið á tilteknum sérsviðum. Lang
algengast er að þjálfarar séu fyrrverandi
fíkniefna í tengslum við íþróttastarfið.
Það er skoðun mín að enginn vettvangur
sé betur til þess fallinn en íþróttastarfið, að
vinna gegn vímu- og fíkniefnaneyslu
unglinga.
3. Hlutur afreksmanna í
baráttunni við fíkniefnaneyslu
unglinga.
Afreksmenn í íþróttum sem eru
fyrirmynd unglinga í mörgu, gætu haft
mikil áhrif með því að láta til sín taka í
baráttunni gegn ávana- og fíkniefnum. Á
síðustu árum hefur það færst mjög í vöxt
að fyrirtæki á hinum frjálsa markaði nýti
sér mátt íþróttanna til þess að hafa áhrif á
böm og unglinga með því að fá afreks-
menn til þess að koma fram í auglýsingum
sínum. Hinsvegar hefur verið fremur h'tið
um það að yfirvöld noti afreksmenn og
íþróttahetjur til þess að reka áróður fyrir
heilbrigðu ltfemi. Þó má hér minna á
auglýsingar Kristjáns Arasonar og félaga
í “reyklausa liðinu”. Vel mætti hugsa sér
að UMFÍ og ÍSÍ hefðu ásamt
landlæknisembætti og heilbrigiðis- og
tryggingamálaráðuneyti forgöngu um
herferð gegn neyslu ávana og fíkniefna
þar sem þekktir íþróttamenn gegndu
lykilhlutverki.
Iþróttafréttamennirnir
I þessu sambandi er rétt að benda á hve
umfjöllun íþróttafréttamanna um
íþróttamenn og íþróttaviðburði getur
skipt hér miklu máli. Iþróttafréttamenn
ráða miklu um það hvemig mynd er
dregin upp af íþróttamönnum. Mér virðist
að umfjöllun um íþróttir hafi verið með
eindæmum einhæf í íslenskum
fjölmiðlum. Langmestur hluti
umfjöhunarinnar í blöðum er til dæmis
þurr endursögn á nýliðnum
íþróttaviðburðum. Fjölbreyttari
umfjöllun um íþróttir gæti meðal annars
falið í sér viðtöl við íþróttamenn um
lifnaðarhætti þeirra, tilhögun æfinga og
viðhorf þeirra til heilbrigðs lífemis. Þá
hygg ég að það væri ekki til skaða að
íþróttafréttamenn og aðrir þeir sem um
íþróttir fjalla, rifjuðu upp svona endram
og eins þær hugsjónir sem hæst hafa
borið í íþróttastarfi liðinna kynslóða.
4. Hlutverk íþrótta í
fyrirbyggjandi starfi.
Rannsóknir benda til þess, að beita
"Afar mikilvœgt er að efla íþróttastarfiö sem snýr aö yngstu börnunum."
Myndin er af þótttakendum í Afmœlishlaupi UMFÍ d Landsmótinu í
sumar.
hafa þessar greinar dregið að sér hlut-
fallslega langmestan fjölda almennings í
þeim skilningi að hlutfallið milli
almenningsíþrótta og íþróttaiðkunar með
íþróttafélögum er mun hærra fyrir sund og
skíði en aðrar íþróttagreinar (Þórólfur
Þórlindsson 1987) Mikilvægt er að til séu
íþróttahús sem era opin þannig að fólk
eigi þess kost að koma þegar því hentar á
sama hátt og það fer í sund eða á skíði.
Slík aðstaða mundi áreiðanlega leiða til
þess að mun fleiri, ungir jafnt sem aldnir,
stunduðu íþróttir að staðaldri.
íþróttamenn sem aflað hafa sérreynslu og
þekkingar á keppnisferli sínum. Þó að
reynsla sú og þekking sem fæst á
ákveðinni íþróttagrein við það að iðka
hana sé ómetanleg og áreiðanlega hið
besta veganesti sem hugsast getur þegar
þjálfun er annars vegar, er langt frá því að
það eitt ,að hafa lagt stund á íþróttir geri
menn að góðum þjálfurum og
leiðbeinendum. Hér gætu UMFÍ og ÍSÍ
tekið höndum saman við mennta-
málaráðuneyti, landlæknisembættið og
heilbrigðis- og trygginga málaráðuneytið
um að mennta þjálfara og leiðbeinendur
til þess að annast fræðslu um skaðsemi
Skinfaxi
27