Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.1987, Blaðsíða 29

Skinfaxi - 01.12.1987, Blaðsíða 29
Afmœli UMFÍ s Iþróttir og ungmenna- félag shrey fingin Allt frá upphafi hefur íþróttastarfsemin verið mikill hluti þess heildarstarfs sem fram hefur farið innan ungmenna- félaganna. í fyrstu voru glíma, hlaup, stökk og sund helstu íþróttagreinarnar sem stundaðar voru. íþróttagreinum hefur farið ört fjölgandi síðan og nú á tímum er val þeirra sem leggja vilja stund á íþróttir fjölbreytt. Skipulagðar keppnir voru fáar á fyrstu árum ungmennafélagshreyfin g- arinnar og því sjaldgæft að um skipulagðar æfingar væri að rasða. Um gildi íþróttanna var hins vegar aldrei spuming heldur í hvaða formi iðkunin skyldi vera. Annars vegar voru þeir sem vildu stunda íþróttir sér til heilsubótar og hressingar og hinsvegar þeir sem stunduðu keppnisíþróttir. Með tilkomu ungmennafélaganna urðu héraðsmótin árlegur stórviðburður á sviði keppnisíþróttanna. Keppni á landsvísu var hafin fljótlega og þátttaka í alþjóðlegum mótum einnig. Ungmennafélagar áttu t.d. fulltrúa á Olympíuleikunum 1908. Vegur kcppnisíþróttanna um allan heim hefur síðan farið hraðvaxandi með breyttu þjóðfélagi, meiri frístundum og meiri pólitískri áherslu. Þrír flokkar íþróttaiökunar Hjá fjölda fólks í dag er íþróttaiðkun talin sjálfsögð í hinu daglega lífi. Nokkur hluti almennings stundar íþróttir sér til hressingarog heilsubótar, keppnisíþróttir em vinsælar og em stundaðar af yngri kynslóðinni meira en þeim eldri. Afreksíþróttir em svo þriðji megin- flokkurinn, en í þeim flokki em nokkrir tugir íþróttamanna sem frambærilegir era í keppni á alþjóðavettvangi gegn bestu íþróttamönnum annarra þjóða. Það er ljóst að keppnisíþróttimar skipa veglegan sess í starfi flestra ung- mennafélaga. Æfingar em skipulagðar, þjálfarar og leiðbeinendur em til staðar, þátttaka og árangur í mótum er megin markmiðið. Keppnisíþróttir eru stundaðar allt frá 5 ára aldri. Skipulögð mót og þátttaka í þeim, innanfélags, á héraðsvísu, landsvísu og alþjóðlega er sjálfsagður þáttur í starfinu. Mikið félagslegt starf er innt af hendi við framkvæmd þessara móta, undirbúning keppenda og þátttöku þeirra. Almenningsíþróttir, trimm, er þáttur sem lítið hefur verið sinnt í raun hjá ungmennafélögunum utan þess sem keppnisíþróttimar sjá um. Þeir sem ekki hafa hug á íþróttaiðkun í keppnis-formi hafa ekki átt stað meðal ungmennafélaga. Skipulag ungmennafélaganna gerir ekki nema að litlu leiti ráð fyrir þeim einstak- lingum sem stunda vilja íþróttir á þennan hátt. Fyrir þessu em eflaust góðar og gildar ástæður svo sem aðstöðuleysi, leiðbeinendaskortur, tímaskortur forráðamanna félaganna og áhugaleysi almennings. Enþessarástæðurbreytaþví ekki að almenningsíþróttir sem ekki fara saman við keppnisíþróttirnar eru utangarðs eins og ungmennafélögin em uppbyggð í dag. Hver á að sjá um skipulag og framkvæmd almenningsíþróttanna innan hvers félags eða héraðssambands? A þessi þáttur að tilheyra þeim deildum og ráðum sem sjá um hverja íþróttagrein fyrir sig ? Á að stofna sérstakar nefndir eða ráð sem sjá um almenningsíþróttir eingöngu? Er til eitthvað annað form svo sem sambland fyrmefndra aðferða? Þetta em spumingar sem svara þarf. Afreksíþróttirnar Afreksíþróttir er svo sá þáttur sem tilkominn er á síðustu 20-30 ámm og verður æ mikilvægari vegna þess hve áberandi þessi fámenni hópur er og þess Þráinn Hafsteinsson vegna áhrifaríkur. Stórhlutiumfjöllunar fjölmiðlanna um íþróttir er einmitt um okkar mesta afreksfólk, þessi flokkur er stolt íþróttahreyfingarinnar og þjóðarinnar . Afreksmennimir em fyrir- myndþeirra yngri. En þráttfyriralltþetta er sá þáttur sem fálmkenndastur er hjá íþróttahreyfingunni í heild og þar með töldum ungmennafélögunum sá sem sem snýraðafreksfólkinu sem frambærilegter á alþjóðamælikvarða. Þetta er í sjálfu sér alls ekki óeðlilegt því tiltölulega stutt er síðan þessi flokkur íþróttamanna byrjaði að skera sig úr hópi annarra keppnis- manna. Það tekur tíma að átta sig á að slíkt sé að gerast eða hafi gerst og einnig tekur tíma að átta sig á hvemig best á að bregðast við slikum breytingum og hvort á aðbregðast viðþeim. Áþað til dæmisað vera í höndum einstaka ungmennafélaga að sinna afreksíþróttum á alþjóðamælikvarða? Á ungmenna- félagshreyfingin í heild eitthvað að vera að skipta sér af málum er varðar afreksfólk? Ef niðurstaðan verður sú að hún eigi að skipta sér af þessum málum, í hvaða formi eiga þau afskipti þá að vera? Ætti það að vera í formi þjálfunar, aðstöðu.peninga, félagslegs stuðnings, eða í öðru formi? Ungmenna- félagshreyfingin þarf að mynda sér stefnu í þessum málum. Framfíóin Framu'ðin á eftir að kalla á enn fjölbreyttara og öflugra íþróttastarf. Aukin tæknivæðing með minni líkamsáreynslu við vinnu, styttri vinnutíma og þar með fleiri frístundir. Fleiri sjónvarps- og útvarpsstöðvar með lengri útsendingartíma og þar með kyrrsetu sem meginafleiðingu hjá öllum aldurshópum. Almenningur fram- U'ðarinnar mun þ ví hafa stóraukna þörf og Skinfaxi 29

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.