Skinfaxi - 01.12.1987, Blaðsíða 22
Ráðstefna
Afmœli UMFÍ
um framtíðina
Ráðstefnusalurinn í Norrœna Húsinu var þétt setinn á ráðstefnunni. í
forgrunni sitja núverandi og fyrrverandi stjórnarmenn UMFÍ, Þórir
Jónsson, Dóra Gunnarsdóttir, Diðrik Haraldsson og Magndís
Alexandersdóttir en hún var ein fyrirlesara. Mynd G.S.
Hinn 21. nóvember síðastliðinn var
haldin í Norræna Húsinu
Afmælisráðstefna UMFÍ sem bar
yfirskriftina “Ræktun lýðs og lands -
ungmennafélögin í nútíð og framlíð”.
Ráðstefnan jiólti takast mjög vel og
sóttu hana um 105 manns sem flestir sátu
allan límann. Ráðhcrrar menntamála og
heilbrigðismála ávörpuðu ráðstefnuna í
upphafi hennar. í ávarpi sínu gerði
heilbrigðisráðherra ungmcnnafélags- og
íþróttahrcyfingunni í landinu mjög
athyglisvcrt tilboð um samstarf í náinni
framtíð við fyrirbyggjandi heilsugæslu í
landinu. Er nú áætlað á grundvelli þessa
tilboðs, að að setja á stofn nefnd á
næstunni til að móta það samslarf nánar.
Á ráðstefnunni héldu tíu manns
fyrirlestra um flest þau mál sem
ungmennafélagshrcyfingin fæst við í dag.
Síðan voru settir upp umræðuhópar til að
fjalla um þau mál sem tckin voru fyrir í
fyrirlestrunum. Þessir fyrirlestrar voru
allir vel unnir og gott innlegg og ábendin-
gar um starfið. Nokkrir þeirra vöklu
sérstaka athygli mína. Má þar fyrst nefna
erindi Þórólfs Þórlindssonar um það hvort
þátttaka í íþrótlum hafi fyrirbyggjandi
áhrif gegn ávana- og fíknicfnancyslu ungs
fólks. Þórólfur byggði fyrirlestur sinn á
rannsókn sem hann hefur nýlega gengist
fyrir um fylgni íjiróttaiðkunar og neyslu
vímucfna. Rannsóknin sýndi að þessi
fylgni er mjög mikil. Þannig taldi
Þórólfur að þátttaka í íþróltum væri
mikilvægasta vörnin gegn því að unglin-
gar hefji neyslu ávana- og fíkniefna.
Erindi Árna Johnsen um fjármál
hreyfingarinnar var athyglisvert og
sömuleiðis fyrirlestur Danans, Bjarna
Ibsen um fjármögnun dönsku ung-
mcnnafélags- og íþróttahreyfingarinnar.
Þessi tvö erindi sýndu grundvallarmun á
fjármögnun hreyfinganna í þessum
tveimur löndum. í Danmörku fá hreyfin-
gttrnar allt að 70 % rckstrarkostnaðar síns
í slyrkjum frá ríki og sveitarfélögum.
Beinn styrkur ríkisins hér á landi hcfur
undanfarin ár numið innan við 5 % til
UMFÍ og aðildarfélaganna.
Þráinn Hafsleinsson hélt fyrirlcslur uin
íþróttir sem var mjög alhyglisverður og þá
sérstaklcga ábending hans um að bclur
vcrði að sinna almcnningsíþróltum, bæði
fyrir unga scm hina eldri. Þráinn benti áað
þetta ætti ckki síst við vegna aukins
Úr einum fjölmargra umrœöuhópa, þessi var um fjórmólin. Fremstur
vinstra megin situr einn sem œtti aö hafa þekkingu ó þeim í gegnum
tíóina viö störf í ungmennafélagshreyfingunni, Daníel Ágústínusson.
22
Skinfaxi