Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.06.1988, Blaðsíða 4

Skinfaxi - 01.06.1988, Blaðsíða 4
Skipulag Þrastakógar Starfsemi UMFÍ er mjög viðtæk. Einn þátturinn í starfsemi ungmennafélaga er skógrækt og ræktun örfoka lands. Það var þvíekki tilviljun að Tryggvi Gunnarsson gaf ungmennafélagshreyfingunni Þrastaskóg árið 1911 þar sem ræktun skóga og örfoka lands var eitt af helstu baráttumálum hreyfingarinnar allt frá stofnun hennar árið 1907. Nú, árið 1988, sjötíu og sjö árum frá því okkur var gefinn Þrastaskógur, hefur UMFÍ loks tækifæri til þess að fara út í skipulagningu og framkvæmdir í skóginum. Þar sem þetta verk hefur dregist í mörg ár af ástæðum sem ekki þarf að útskýra fyrir ungmennafélögum, þarf að fara að öllu með gát í Þrastaskógi. Vandaþarf til allra verka og að gera þetta að glæsilegu útivistarsvæði þar sem ungmennafélagar af öllu landinu geta hist, jafnt að sumri sem vetri og eytt saman tíma í leik og starfi. Það er von mín og okkar sem voru skipaðir í þá nefnd sem ætlað er að hefja þetta verk að við getum unnið öll saman að þessu verkefni. Jafn myndarlega og við höfum gert í öðrum stórverkefnum sem leyst hafa verið í gegnum árin. Mér er það ljóst að það geta aldrei allir verið sammála um nákvæmlega hvað gera skuli. Því lít ég svo á að það sé okkar hlutverk sem skipum þessa nefnd, að reyna að fara hinn gullna meðalveg, samræma hugmyndir sem hafa verið uppi, áður en til framkvæmda kemur. Það er mín skoðun að þetta sé verkefni sem eigi að vinnast á fimm til tíu árum, eftir fjárhag og aðstæðum. Að lokum vil ég óska öllum ungmennafélögum góðs gengis í sumar, bæði í starfi og leik. Ég veit að hreyfingin áeftir að stækka og dafna vel á næstu árum. Það er sannfæring mín að margir ungmennafélagar eigi eftir að njóta góðra stunda í Þrastaskógi á komandi árum. Með félagskveðju, Islandi allt. Sæmundur Runólfsson er stjómarmaður í UMFÍ og formaður nýstofnaðrar Þrastaskógamefndar UMFÍ. Útgefandi: Ungmennafélag íslands. - Ritstjóri:Ingólfur Hjörleifsson. - Ábyrgðarmaður: Pálmi Gíslason. - Stjóm UMFÍ: Pálmi Gíslason, formaður, Þórir Haraldsson, varafonnaður, Þórir Jónsson, gjaldkeri, Guðmundur H. Sigurðsson, ritari. Meðstjómendur:Dóra Gunnarsdóttir, Kristján Yngvason, Sigurbjöm Gunnarsson. Varastjóm: Magndís Alexandersdóttir, Hafsteinn Pálssson, Matthías Lýðsson, Sæmundur Runólfsson. - Afgreiðsla Skinfaxa: Öldugata 14, Reykjavík, S:91 -12546 - Setning og umbrot: Skrifstofa UMFÍ. - Prentun: Prentsmiðjan Oddi. - Pökkun: Vinnustofan Ás. Allar aðsendar greinar er birtast undir nafni eru á ábyrgð höfunda sjálfra og túlka ekki stefnu né skoðanir blaðsins eða stjómar UMFI. 4 Skinfaxí

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.