Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.06.1988, Blaðsíða 10

Skinfaxi - 01.06.1988, Blaðsíða 10
Breiðablik Þroskandi starf. "Þetta er mikið uppeldisstarf." Kristján Halldórsson á æfingu. Rætt við Kristján Halldórsson, þjálfara hjá knattspyrnudeild Breiðabliks. Kristján Halldórsson þjálfari hjá Breiðablik er einn þeirra sem vakið hefur athygli fyrir góðan árangur í starfi sínu við þjálfun yngri flokka Breiðabliks. Skinfaxi náði tali af honum þar sem hann var með stráka í 5. flokki á æfingu á Vallargerðisvellinum í Kópavogi. Kristján hefur haft nokkuð sérstakar aðferðir við þjálfun. Hann var fyrst spurður í því hverju þær fælust. Hann brosti við þessari spumingu og sagðist nú ekki viss um hversu sérstakar þær væru. “Jú, kannski”, svaraði hann svo. “Það var nú þannig að ég var hér eitt sinn með eina til tvær æfingar yfir veturinn hjá strákunum íyngri flokkunum. Mérfannst það ekki nóg til þess að halda þeim í æfingu. Mér fannst ég ekki sjá þær framfarir sem ég vissi að þessir strákar gátu sýnt. Ég tók því upp á því að útbúa eins konar heimanám. Ég lét þá fá svolítið prógramm til að æfa sig eftir heima. Þessar æfingar fólust einkum í því að strákarnir framkvæmdu ýmis konar boltaæfingar í einrúmi, úti í garði eða úti á plani. Ég sagði þeim að þeir yrðu að “læra heima” og fylla út ákveðið form um hvað þeir hefðu framkvæmt af æfing- unum. Þetta form hefur komið mjög vel út. Þeir sem koma vel út eftir veturinn er verðlaunaðir og þeir keppast yfirleitt við á æfingum. Ég lít þannig á þetta að það hefur mest að segja fyrir unga drengi að læra boltatækni. Auðvitað verða þeir að fá útrás fyrir leikþörfina og því verður að spila á æfingum líka. En ef þeir ná ekki tækninni vel á strik á þessum aldri verður það afskaplega tilviljunarkennt hvernig það gengur síðar meir. Það er alveg ljóst að ef á að setja 20 stráka út á völl og segja þeim að spila eins og við vitum að margir þjálfarar gera í yngri flokkunum, verða alltaf nokkrir strákanna sem snerta boltann kannski 3 til 4 sinnum í leik. Hvað læra þeir á því? Afskaplega Iítið, held ég. Reynslan af þessu formi sem ég nefndi áðan er mjög góð. Ég gæti bent þér á ótal drengi sem hafa náð þroska í fótboltanum með þessum hætti. Það má nefna Arnar Grétarsson til dæmis, bróður Sigurðar Grétarssonar, gamals Blika sem nú leikur í Sviss. Arnar er nú 16 ára og leikur með 3., 2. og meistaraflokki. Hann hefur haldið þessu áfram í gegnum árin og gerir það enn, eftir því sem ég best veit, að æfa sig heima með bolta úti í garði, einn. Ég legg einnig áherslu á aga og stundvísi. Enda væri annað ekki mögulegt þegar maður er með eina 40 gutta á æfingu eins og núna. Strákamir hérna vita að þeir verða að mæta á réttum tíma, einbeita sér vel á æfingum og hlusta á það sem verið er að segja.” -Nú er kominn pólskur þjálfari til Breiðabliks, Grzegorz Bielatowics, sem þjálfaði áður í Vestmannaeyjum. Hvern- ig líst Kristjáni á samstarfið við hann? “Mjög vel. Þetta er maður með for- vitnilegar hugmyndir og árangur hans af starfinu í Vestmannaeyjum er eftirtektarverður. Yngri flokkarnir, sem hann sá mikið um, hafa sýnt miklar framfarir nú undanfarin ár. Við höfum rætt mikið saman og ég er spenntur fyrir samstarfinu. Okkar hugmyndir fara vel saman, hann mætir vel á æfingar hjá yngri flokkunum og hefur lifandi áhuga sem smitar þá sem í kringum hann eru.” -Nú er nokkuð mikið foreldrastarf hjá ykkur í knattspyrnudeildinni. “Já, foreldrar krakkanna eru mjög virkir. Það eru yfirleitt einhverjir foreldrar sem aðstoða okkur á æfingum. Við, þjálfarar og forsvarsmenn deildarin- nar höldum e.k. árshátíðir með foreldrunum einu sinni til tvisvar á ári. Förum út að borða saman og ræðum málin. Svona foreldrastarf er geysilega mikilvægt fyrir jákvæða þróun innan félagsins. Við vitum öll að á æfingum og í kringum þær fer fram mikilvægt uppeldisstarf. Þetta er ekki bara leikur og keppni. Hérer unnið að þroska þátttaken- danna allra. Við erum okkurmeðvituð um það sem störfum hér og það eykur gildi starfsins.” IH 10 Skinfaxi

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.