Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.06.1988, Blaðsíða 28

Skinfaxi - 01.06.1988, Blaðsíða 28
Jón Guðjónsson f. 17. apríl 1934, d. 25. maí 1988. t Kveðja frá UMFÍ Einn af ötulustu félagsmálamönnum ungmennafélagshreyfingarinnar er fallinn frá í blóma lífsins. Við sem eftir lifum sitjum hljóð og hugleiðum fallvaltleik lífsins. Jón Guðjónsson, þessi eldheiti baráttumaður fyrir hugsjónum ung- mennafélaganna og velferð æsku- lýðsins, var svo sannarlega maður með gott hjartalag, ávallt reiðubúinn að rétta æskunni örvandi hönd. Hvar sem tekist var á um málefni ungmennafélaga var hann hinn baráttuglaðasti af öllum og það var tekið eftir því þegar hann kvaddi sérhljóðs. Sanngirni hans, dugnaðurog réttsýni leyndi sér ekki og gustaði af honum þegar mikið lá við. Félagsmálastörf voru hans líf og yndi og sátu í fyrirrúmi. Ferskleika hans og hressileik var viðbrugðið, bæði í starfi og Ieik. Á Núpi tók hann á móti um 30 manns á framkvæmdastjóranámskeið UMFI sem haldið var þar í fyrsta sinn árið 1985 og stuttu síðar stóð hann fyrir og setti á lag- gimar ungmennabúðir fyrir samband sitt og raunar héraðið í heild. Þessum búðum að Núpi stjórnaði hann af mikilli röggsemi og var aðaldriffjöðrin í uppbyggingu þeirra og ýmsum nýmælum sem hann kom á. Sem að líkum lætur kom hann víða við í félagsmálum. Auk þess að sækja öll þing UMFÍ og framkvæmdastjórafundi sat hann í stjóm ýmissa félaga. Var lengi formaður Ungmennafélags Önundar og um tíma formaður Iþróttafélagsins Grett- is á Flateyri og mörg ár var hann í stjórn Héraðssambands Vestur Isafjarðar og síðustu 14 árin sem formaður HVI. Þá var hann í stjórn Kiwanis, hestamannafélagsins og að verka- lýðsmálum vann hann af sinni alkunnu elju. Ungmennafélag Islands má nú sjá á eftir einum ötulasta málsvara sínum og er vandfyllt það skarð sem hann skilur eftir. Eftirlifandi konu Jóns, Margréti Hjartardóttur ættaðri úr Strandasýslu og börnum þeirra, sendir stjóm UMFI dýpstu samúðarkveðjur og biður guð að styrkja þau í þeirra miklu sorg. Stjórn UMFÍ. höfuðið mæðulega um leið og hann sagði: Það er nú meira hvað þetta fólk hefur gaman af að tala.” “Finnst þér ekkert gaman?” spurði ég. “Það veit ég ekki, ég er bara orðinn voðalega svangur,” ansaði hann um leið og hann gekk til félaga sinna og fór að leika sér. Líklega hefur honum tekist að senda veislustjóranum hugskeyti, því þegar ég laumaðist inn var hann að tilkynna að nú yrði gert hlé á ræðuhöldunt og gestum boðið kaffi og meðlæti, enda borð farin að svigna undan krásunum. Eftir að veitin- gum höfðu verið gerð góð skil var tekið til við þar sem frá var horfið og ræðuhöldum lokið. Margir ræðumenn komu færandi hendi og fékk félagið í heild ýmsar góðar gjafir. Einnig fékk yngri deild félagsins gjafir, og veitti Hannes Guðmundsson formaður hennar þeim viðtöku. í tilefni afmælisins tók félagið í notkun nýjan fána sem Sigurður Örn Leósson kennari á Kleppjárnsreykjum hannaði og afhenti Pétur Pétursson formaður hverjum ræðumanna einn slíkan borðfána urn leið og hann þakkaði óskir og góðar gjafir. Einnig fá allir félagar UMF Reykdæla, sem komnir eru yfir sextugt og sóttu hófið afhentan hinn nýja félagsfána. Það fer vel á því að æskan eigi síðasta orðíslíkuhófi. Dagskránni lýkurmeðþví að unglingar 13-16 ára syngja og tveir drengir 14 og 15 ára , Guðmundur Ingi Þorvaldsson og Bernhard Þór Bernhardsson leika undir á gítara. Þessi hátíð sýnir að æskan er tilbúin til starfa. Hún réttir fram báðar hendur. Aðra til starfs, hina til stuðnings. Það er hlutverk þeirra sem eldri eru að leiða hinar vinnufúsu hendur inn á réttar brautir. Takist það, sem ég efast ekki um, er framtíð UMF Reykdæla tryggð. Við tökum því heils hugar undir með skáldinu sem segir: “Ef æskan vill rétta þér örvandi hönd þá ertu á framtíðar vegi.” Jón Þórisson. 28 Skinfaxi

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.