Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.06.1988, Blaðsíða 16

Skinfaxi - 01.06.1988, Blaðsíða 16
Ómar HAFMF/ROIMGAR • ™ fi V/1 Lið Hafnfirðinga. Ómar segir það hafa verið erfitt að hugmyndin var um lið úr 32 héruðum. Sú keppni hefði ákveða hvernig liðin skyldu vera samansett. "Ein auðvitað orðið allt of löng. Skemmtileg hugmynd samt." Úr því þú vilt yrkja þig í soll og oní djúpa tjörn ég svara hlýt, þeir sem álpast oní drullupoll, þeir eiga á hættu að drukkna í leir ogskít. Hákon var sjálfsagt sá sem kom einna mest á óvart í þessum þáttum. Séra Hjálmar í Skagafirðinum (“Bólu Hjálmar”) þekkja nú margir. En ég held að fáir hafi þekkt Hákon, nema náttúrulega margir Austfirðingar, kannski líka Þingeyingar. Hann var lengi lögregluþjónn á Húsavík. Hákon var sjálfsagt einn af þeim sem allt í einu spratt upp og menn sáu að var mjög góður hagyrðingur og Ijóðasmiður. Séra Hjálmar hef ég aftur þekkt í mörg ár. Við ljóðum mikið hver á annan og ég þvældi út úr honum vísunni í þættinum á Laugarvatni sem hann orti á Guðberg Arason: Hefur brellið hugarþel haus af dellu bólginn, annars fellur okkur vel við eldhúsmelludólginn.” Alveg sérstaklega vel gerð vísa. En þetta var spuming. Atti hún að fara í þáttinn. Og þegar þetta var rökrætt ljóðuðum við á hvom annan í símann og skiptumst á ferskeytlum. Hann hringdi í mig eitt sinn, heilsaði varla en sendi þetta á mig: Eg hef stritað ár og öld ímynd mína skapað en eftir þáttinn annað kvöld engu hef að tapa. Svo lagði hann niður tólið og ég hringdi eftir augnablik og svaraði í sama formi. Svona höfum við oft talast við milli land- shluta. En svona varð oft margt skemmtilegt til í þáttunum og út frá þeim. Og tilefnið var skemmtilegt í þetta skipti. Prófasturinn hafði áhyggjur af ímynd sinni.”' Meira af “Hvað heldurðu?” -Nú velta margir því fyrir sér, verður framhald á “Hvað heldurðu?” næsta vetur? “Ekki næsta vetur. En það er ekki ólíklegt að það verði þar næsta vetur. Það var ákveðið að hafa verðlaunagripinn Far- andbikar og þar með er auðvitað búið að negla niður að svona þáttur verði aftur á dagskránni. Ég held persónulega að það sé sniðugra að hafa þetta annað hvort ár. Hann var síðasta vetur og ef menn sakna hans næsta vetur verður mjög góður hljómgrunnur fyrir honum þar næsta vetur. Ég er hræddur um að svona þáttur á hverjum vetri myndi smám saman missa aðdráttarafl sitt.” Omar hugsar sig aðeins um og segir síðan með áherslu og brosi. “Betra er of sjaldan heldur en of oft”.” -Nú hlýtur þetta að hafa verið geysileg töm hjá þér og þfnu samstarfsfólki varðandi þessa keppni. Fóru ekki í þetta einir þrír til fjórir dagar í viku hverri? “Jú, þetta var mikil törn og ég varð óskaplega feginn þegar þessu lauk í vor. Þá var ég búinn að vera fimmtán mánuði í þessu. En ég var með svo frábært samstarfsfólk sem tók af mér ákaflega mikla vinnu. En auðvitað var maður alltaf með hugann við þetta. Að velta vöngum yfir ýmsum möguleikum. Eins og t.d. þegar hauskúpumálið kom upp. Það kostaði mjög ítarlegar og miklar van- gaveltur. Atti t.d. að gera Eyfirðinga að uppbótarliði. Því það er ekki hægt að tapa með minni mun en jafntefli. Það var hægt að færa rök að því að þeir hefðu átt 16 Skinfaxi

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.